Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrir ári síðan voru þau Svanhildur og Gunnar að taka fyrstu plönturnar inn í húsið.
Fyrir ári síðan voru þau Svanhildur og Gunnar að taka fyrstu plönturnar inn í húsið.
Mynd / smh
Fréttir 3. júní 2024

Gróðurhús í gömlum fjárhúsum tekur á sig mynd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gömlu fjárhúsin á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði eru óðum að taka á sig nýja mynd sem gróðurhús, en þau voru aflögð eftir að skorið var niður vegna riðutilfellis þar árið 2020.

„Gróðurhúsið kom bara mjög vel undan vetri og það lifði nánast allt sem var þar í vetur,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, sem býr á Stóru-Ökrum 1 ásamt manni sínum, Gunnari Sigurðssyni, þar sem þau reka kúabú í dag.

Berjaplöntur og ávaxtatré

Fyrir réttu ári síðan var fjallað um eftirmál riðuveiki hér í blaðinu og sögðu bændurnir á Stóru-Ökrum 1 meðal annars sögu sína. Eftir niðurskurðinn hafi framtíðin verið rædd á fjölskyldufundi og þá hafi komið upp sú hugmynd að breyta fjárhúsunum í gróðurhús.

Þegar blaðamann bar að garði fyrir ári síðan voru þau að planta inn í húsið fyrstu berjaplöntunum og ávaxtatrjánum. Sögðu þau að ákvörðunin um nýtt hlutverk fyrir húsið hafi haft jákvæð áhrif á fjölskylduna, það að prófa að rækta eitthvað nýtt og skemmtilegt í húsinu hafi verið spennandi áskorun.

Í gróðurhúsinu á Stóru-Ökrum má meðal annars finna ávaxtatré, berjaplöntur og maís. Myndir/Svanhildur

Ætla að taka fé aftur í haust

„Við vorum með jarðarber og fengum uppskeru af þeim, en ávaxtatrén eru ekki farin að bera ávöxt enn þá. Svo erum við með ýmislegt annað í ræktun, eins og maís, sem gaf góða uppskeru líka. Við settum upp vökvunarkerfi í vor og höfum verið að gera fínt þarna inni með ýmsum hætti – þannig að við erum bara mjög spennt fyrir sumrinu,“ heldur Svanhildur áfram.

„Það eru margir sem spyrja okkur hvort við ætlum ekki að fara að framleiða eitthvað og selja, en til að byrja með ætlum við bara að rækta fyrir okkur. Við eigum eftir að prófa að rækta fjölmargar tegundir af ávöxtum, berjum og matjurtir fá að laumast með.“

Stóru-Akrar 1 eru í Blönduhlíð í Skagafirði og þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem riða greindist á svæðinu þegar hún var staðfest um haustið 2020, en um 520 kindur voru þá á bænum. „Jú, við ætlum að taka fé aftur í haust. Að sjálfsögðu bara með verndandi arfgerðir og við munum nota aðstöðu sem við erum með í nautafjósinu í Brekkukoti hér rétt hjá. Við vorum með hluta af kindunum þar áður en skorið var niður,“ segir Svanhildur.

Skylt efni: Stóru-Akrar 1

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...