Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Mynd / Wikpedia
Fréttir 19. júlí 2022

Gróðureldar ógna búsvæði úlfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag.

Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja.

Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar.

Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið.

Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans.

Skylt efni: utan úr heimi

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...