Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Grisjunarviður á 40 flutningabíla
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 19. nóvember 2015

Grisjunarviður á 40 flutningabíla

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Alls verða fluttir um eða yfir 1.500 rúmmetrar af grisjunarviði úr norðlenskum skógum suður á Grundartanga. 
 
Flutningar hófust í liðinni viku, en aka þarf hátt í 40 ferðir með fulllestaða bíla til að koma öllu timbrinu til kaupanda, Elkem á Grundartanga.
 
Timbrið sem verið er að aka af Norðurlandi þessa dagana er að langmestu leyti afrakstur vélgrisjunar í skógum Fnjóskadals og í Ljósavatnsskarði. Yngsti reiturinn sem grisjaður var er á Vöglum á Þelamörk þar sem gróðursett var árið 1982. Annars eru þetta reitir frá árabilinu 1960–1970. Reitina grisjuðu þeir Kristján Már Magnússon skógverktaki og Óskar Einarsson, skógvélamaður hjá fyrirtækinu 7,9,13. Luku þeir verkinu í byrjun september.
 
Góður afrakstur
 
Rúnar Ísleifsson skógarvörður segir í frétt á vef Skógræktar ríkisins að í Þórðarstaðaskógi hafi verið grisjaðir um 370 rúmmetrar, stafafura, síberíulerki og rauðgreni. Í Sigríðarstaðaskógi hafi nánast eingöngu verið grisjuð stafafura sem gaf um 200 rúmmetra og úr Vaglaskógi komu 280 rúmmetrar með grisjun stafafuru og lerkis ásamt svolitlu af rauðgreni. Þá var einnig grisjað töluvert á Vöglum á Þelamörk, þar sem fengust 340 rúmmetrar, aðallega af stafafuru en einnig lerki og örlítið af ösp. Alls eru þetta um 1.200 rúmmetrar. Myndarleg stæða af sverum bolum stendur líka eftir við starfsstöð Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal. Bolirnir verða flettir í borð og planka í nýrri sög sem keypt hefur verið til stöðvarinnar.
 
Um 80 rúmmetrar úr skógum bænda
 
Auk skóga Skógræktar ríkisins var vélgrisjað í skógum skógarbænda, um 80 rúmmetrar, og reitum Skógræktarfélags Eyfirðinga, bæði í Kjarna­skógi og á Miðháls­stöðum í Öxnadal. Að sögn Ingólfs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra félagsins, voru afgreiddir um þrjú hundruð rúmmetrar kurlviðar til Elkem en einnig var talsvert tekið frá af myndarlegum bolum sem flettir verða og unnir í smíðavið. Í sumar voru smíðaðir lágir ljósastaurar úr lerkibolum frá félaginu og settir upp við nýjan útivistarstíg meðfram Drottningarbraut á Akureyri og einnig voru seld bök í fallega girðingu við Síðuskóla á Akureyri. Ingólfur segir að sífellt meira sé spurt um íslenskt hráefni til smíða ýmiss konar. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...