Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Grikkir sagðir að verða tilbúnir með endurupptöku á drachma-myntinni
Fréttir 18. mars 2015

Grikkir sagðir að verða tilbúnir með endurupptöku á drachma-myntinni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Grísk yfirvöld virðast með samningum við ESB á dögunum um framlengingu á lánapakka sínum fram á sumar fyrst og fremst hafa verið að kaupa sér tíma. Fullyrt er að þegar sé búið að hanna nýja drachma-seðla svo Grikkir virðast ætla að verða reiðubúnir í júní til að taka upp eigin mynt í stað evru ef á þarf að halda.

Ambrose Evans-Pritchard í Aþenu ritaði grein um málið í breska blaðið The Telegraph á dögunum. Þar kemur fram að 50 drachma-seðillinn sé grænn að lit og skreyttur mynd af marxistanum Cornelius Castoriadis, sem var heimspekingur og svarinn andstæðingur einkavæðingar. Nóbelsskáldið Odysseus Elytis prýðir svo 200 drachma-seðilinn. Verða seðlarnir allt upp í 10.000 drögmur sem Evans-Pritchard telur viturlegt í ljósi þess umróts sem orðið getur þegar gríska hagkerfið fer að brjótast undan áhrifum evrunnar. Reyndar hafa gagnrýnendur Grikkja dregið þessar fregnir í efa og sagt hönnunina á þessum seðlum einungis vera leikaraskap hönnuðarins Pavlos Vatikiotis.

Á vefsíðu GoldeCore.com er greint frá miklum gullkaupum Grikkja sem reyni þannig að tryggja sína stöðu vegna óvissunnar í gjaldeyrirmálum. Þar er líka talað af mikilli staðfestu um nýju drachma-seðlana. Þar er greint frá vangaveltum fjármálaspekinga í Evrópu sem fullyrða að Grikkir séu nú á fullu við að undirbúa endurupptöku drachma-myntarinnar.

önnun nýrra seðla sé klár og aðeins sé beðið eftir skipun um að setja prentvélarnar í gang. Í breska blaðinu The Guardian var reyndar greint frá því í síðasta mánuði að Grikkir hafi dregið evruinnstæður sínar úr grískum bönkum í stórum stíl nú í ársbyrjun. 

Hvort sem Grikkir taka upp sína drachma-mynt að nýju eða ekki er ljóst að afleiðingin af því að gríska ríkið var sett í ábyrgð af kröfu ESB fyrir skuldum banka og fjárfesta hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir Grikki. Stórir hópar fólks hafa nú nær ekkert sér til lífsviðurværis og verða að hírast við slæmar aðstæður og án þess að hafa einu sinni aðgengi að rafmagni.  Endurreisn rafmagns­málanna í landinu er reyndar eitt af forgangsmálum ríkisstjórnar Syriza-flokksins.

Skuldavandinn hefur stórskaðað almenning í Grikklandi

Presturinn Nicolaos í St. Fanourios-sókninni, sem er í verkamannahverfi Aþenuborgar, segir að Grikkir hafi enga aðra möguleika en að berjast fyrir tilverurétti sínum. Grikkir hafi tekið á sig mikil áföll vegna efnahagskrísunnar og Evrópusambandið verði að gera slíkt hið sama. Hann segir ástandið versna með hverjum degi og börn þurfi að lifa á því sem þau finna í ruslinu. Kirkjan sé að verða uppiskroppa með mat til að gefa fátækum.

Það er mikið í húfi fyrir Evrópusambandið að halda Grikkjum við efnið við að uppfylla skilyrði „efnahags­björgunar­pakka ESB“. Ef allt fer á versta veg frá sjónarhóli lánveitenda gæti það hæglega kostað þá 300 milljarða evra sem hefði gríðarleg áhrif á evruna sem slíka. Seðlabanki Evrópu hóf um síðustu mánaðamót umfangsmikla prentun á innistæðulausum evrum sem einungis hafa tryggingu í pappírum sem skuldbinda almenning evruríkjunum. Gefa á út 1,14 billjónir evra á nítján mánuðum sem dælt verður út í hagkerfið í því augnamiði að koma hjólum atvinnulífsins og verðbólgu í gang á nýjan leik. Þessir peningar renna nú til banka um allt evrusvæðið.

Evran á útsölu – danskir bankar lána á neikvæðum vöxtum

Evran er komin á útsölu í evrópskum bönkum og hafa t.d. danskir bankar verið að greiða með lánum til lántakenda í formi neikvæðra vaxta. Fyrst var byrjað á þessu árið 2012. BBC greindi frá því á dögunum að vangaveltur séu nú um að Danir íhugi að hætta að fastbinda dönsku krónuna við evru, líkt og Svisslendingar með sína mynt. Danskir bankar hafi nú lækkað vexti úr  mínus 0,2% í mínus 0,5%. Með öðrum orðum að þeir borga lántakendum fyrir að taka hjá þeim lán. Ef vandi Grikkja kemur sem hreint tap inn í þetta umhverfi á einu bretti gæti það valdið ófyrirséðum óstöðugleika á evrusvæðinu öllu. Sumir fjármálaskýrendur telja að það geti hreinlega velt evrunni fram af hengifluginu vegna keðjuverkunaráhrifa.

Pólitísk ESB-aðildarkrísa

Þrátt fyrir þessar staðreyndir berja íslenskir ESB-sinnar hausnum við stein. Sem dæmi um það  fullyrti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í útvarpsþættinum Í bítið á mánudag að Grikkir væru ekki á leiðinni að taka upp drögmu að nýju. Reyndar virðist formaðurinn kominn í sérkennilega stöðu við að verja Evrópusambandsumsókn Íslands þar sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna og einn helsti upphafsmaður ESB-leiðangursins, er orðinn afhuga aðild Íslands að ESB. Jón Baldvin sagði m.a. á Eyjunni á Stöð 2 sunnudaginn 1. mars: „Evrópusambandið er í fjármálalegri krísu sem er bæði bankakrísa og skuldakrísa. Evrópusambandið er í hagstjórnarkrísu, þú nefndir Þýskaland, vegna þess að pólitíkin sem Þýskaland hefur þröngvað upp á Evrópu, sem er niðurskurður á félagslegri þjónustu og hækkun skatta í jaðarríkjunum, hefur ekki skilað neinum árangri. Hún hefur haft þveröfug áhrif sem allir áttu að hafa lært af reynslu heimskreppunnar á sínum tíma,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkis­ráðherra, sem segir Ísland ekki á leið í Evrópusambandið.

Um heimsmálin almennt sagði Jón Baldvin að Ísland og fleiri ríki um allan heim væru fórnarlömb sjúks fjármálakerfis. Öllum hömlum og böndum hafi verið sleppt af fjármálakerfinu sem hefur vaxið þjóðríkjum yfir höfuð og hafi nú heiminn að viðfangsefni. Uppreisn almennings í Grikklandi, og fljótlega á Spáni að því er Jón Baldvin telur, sé til komin vegna þess að stjórnmálakerfið hafi algjörlega brugðist og leyft fjármálakerfinu að byggja upp gríðarleg völd. Í stað „fúnkerandi lýðræðis“ sé búið að koma á auðræði.

Aðspurður út í stjórnmálin hér heima, og einkum stöðuna á vinstri vængnum, sagði Jón Baldvin að það skorti upp á heimavinnuna hjá stjórnarandstöðunni og að svo virtist sem jafnaðarmenn, bæði hér heima og í Evrópu, „hafi týnt erindisbréfinu“. Hann sagði stjórnmálaumræðuna hér heima „hreint tuð“ og tók sem dæmi afnám gjaldeyrishafta sem búið er að ræða í sex ár án þess að nokkuð gerist.

Hann segir Ísland eiga að fara að fordæmi Malasíu í kjölfar Asíukreppunnar sem afnam höftin einfaldlega með því að leggja á „windfall tax“, sem mætti útleggja sem útgönguskatt.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...