Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á þessu ári.

Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins, sem var settur á laggirnar í júní síðastliðnum til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðarins á Íslandi – til að mynda í kjölfar mikilla verðhækkana á aðföngum bænda.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er álagið reiknað út frá umsóknum þessa árs og er tíu prósentum af heildarupphæð álagsins, sem er 517 milljónir króna, haldið eftir þar til uppgjör á úttektum umsókna er lokið í desember.

Alls sóttu 1.574 um landgreiðslur fyrir þetta ár, en 1.007 sóttu um jarðræktarstyrki. Skiptast greiðslur þannig að 259 milljónir króna verða greiddar sem jarðræktarálag og 258 milljónir króna sem álag á landgreiðslur.

Næstu álagsgreiðslur nú í nóvember

Næstu álagsgreiðslur eru áætlaðar nú í nóvember, þegar 75 prósenta álag á nautakjötsframleiðslu verður greitt út, eða alls 41 milljón fyrir tímabilið október til desember. Síðan í febrúar á næsta ári þegar 25 prósenta álag í garðyrkju verður greitt út – alls 101 milljón króna – og er þriðja álagsgreiðsla á nautakjötsframleiðslu vegna framleiðslu á tímabilinu október til desember, einnig 41 milljón.

Í febrúar 2023 verður einnig uppgjör álags á gæðastýringu í sauðfjárrækt, samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Þá lagði Spretthópurinn til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum, en áætlað er að umsóknarferlið vegna þessara stuðningsgreiðslna fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...