Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.
Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.
Fréttir 19. ágúst 2014

Grænkál kemur best út en verri horfur eru með geymsluhvítkál

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sólarleysi og rigningar það sem af er sumri gera það að verkum að jarðvegur er víða kaldur og erfiður í vinnslu. Uppskera útigrænmetis er með minna móti á Flúðum enda garðar sums staðar vatnsósa. Áframhaldið ræðst af tíðinni næstu vikur.

„Við erum eingöngu með útiræktað grænmeti og sumarið er búið að vera ansi blautt það sem af er og útlitið með margar tegundir mætti vera betra,“ segir Sigrún Hrafnhildur Pálsdóttir, grænmetisbóndi á Flúðum.

Gengur best í sendnum jarðvegi

„Grænkál og sumarhvítkál er að koma best út og rauðkálið sleppur líklega fyrir horn en annað vex verr. Verst líst mér á horfurnar með blómkál og geymsluhvítkálið.“ Sigrún segir ástandið svipað hjá öðrum ræktendum á sínu svæði en þó misjafnt eftir jarðveginum sem ræktað er í. „Vætan hefur minni áhrif hjá þeim sem rækta í sendnum jarðvegi en meiri hjá þeim sem eru í mýrlendi eins og ég.“

Sigrún ræktar grænmeti á um það bil tíu hekturum og mest af því er hvítkál sem hún setur í kæligeymslu eftir uppskeru og selur yfir vetrartímann. „Ég rækta talsvert af rauðkáli, spergilkáli, kínakáli, blómkáli og grænkáli þannig að þetta er svona bland í poka.

Ég á von á talsverðum afföllum af geymsluhvítkáli en á eftir að sjá hvað það verður mikið þegar upp er staðið enda seinsprottnara afbrigði en sumarhvítkálið.“

Vantar sól

Sigrún segir að júlí hafi verið einstakleg blautur í ár og uppskeran minni en á sama tíma í fyrra. „Lofthiti í ár er hærri en í fyrra en sólskinsstundir færi og sólarleysið er greinlega að draga úr vexti. Við plöntuðum út upp úr miðjum maí og aðeins farinn að taka grænkál, sumarhvítkál, kína- og spergilkál og núna allra síðast blómkál.“

Garðar víða á floti

„Ég á ekki von á öðru en að uppskeran bjargist að einhverju leiti ef það fer að þorna en garðarnir eru nánast á floti víða og plönturnar hreinlega að drukkna á köflum. Jarðvegurinn er kaldur í vætutíð og það dregur úr vexti en arfinn dafnar aftur á móti vel.

Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu vikum og vona að það rigni minna. Bleytan gerir alla vinnu við uppskeruna erfiðar, maður sekkur í hverju skrefi og traktorinn kemst varla áfram,“ segir Sigrún að lokum

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...