Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landsmót hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2012.
Landsmót hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2012.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. desember 2017

Góðar viðtökur við forsölutilboði sem lýkur á gamlársdag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Miðasalan fer mjög vel af stað,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, sem fram fer á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík á komandi sumri.
 
Gert er ráð fyrir að 10 til 12 þúsund gestir sæki mótið, en það stendur yfir í viku, frá 1. til 8. júlí.  Forsala miða á Landsmót stendur út desembermánuð. Verð á vikupassa í forsölu fyrir fullorðna er 15.900 krónur og eru 3.500 miðar boðnir á því verði. Fullt verð á vikupassa við upphaf móts verður 23.500 krónur. 
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2018.  Mynd / MÞÞ
 
Sprenging í sölu á gamlárdag
 
Áskell Heiðar segir þess þegar vart að mikill áhugi sé fyrir mótinu og einkum megi merkja aukinn áhuga útlendinga sem þegar hafa í nokkrum mæli fest kaup á miðum. 
 
„Sala til útlendinga er hlutfallslega meiri nú en við höfum áður séð,“ segir hann.  „Það eru fjölmargir sem ætla sér á Landsmótið og eru því ekki neitt að bíða með miðakaupin, enda verðið hagstætt nú fram til áramóta. Það er vaxandi þungi í sölunni og greinilegt að eitthvað verður um að miði á mótið rati í jólapakka hestamanna,“ segir hann. Slíkt var einnig upp á teningnum fyrir tveimur árum, fyrir Landsmótið á Hólum, en þá varð algjör sprengja í sölu miða síðasta daginn sem tilboðið var, á gamlársdag.
 
Þórdís Anna mótsstjóri
 
Áskell Heiðar segir undirbúning ganga að óskum. Þórdís Anna Gylfadóttir hefur verið ráðin mótsstjóri og er þetta fjórða mótið sem hún tekur þátt í að undirbúa og framkvæma. Þessa dagana er verið að hnýta síðustu hnútana í samningum við styrktaraðila, auk þess sem skipulag ýmissa þátta viðburðarins er komið á fullt. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum veitingasölum, en stefnt er að því að bjóða fjölbreytt framboð af mat á mótssvæðinu og þá hefur einnig verið auglýst eftir fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja selja varning og þjónustu á mótinu.
 
Drög að dagskrá mótsins liggja fyrir inni á vef mótsins, landsmot.is, en börn og ungmenni verða í öndvegi fyrsta dag þess. Mótssvæðið sjálft er glæsilegt, en m.a. hefur ný áhorfendabrekka verið gerð við aðalvöllinn og kynbótavöllur hefur verið færður nær áhorfendum og betrumbættur. Síðast var Landsmót haldið á Fákssvæðinu árið 2012.  
 
Beint í æð frá Rússlandi
 
Þó svo að hestar og knapar verði í aðal­hlutverki á Lands­móti hittist svo á að karlalandslið Íslands í knattspyrnu tekur á sama tíma þátt í HM í Rússlandi og segir Áskell Heiðar að svo verði búið um hnúta að knattspyrnuunnendur muni ekki missa af neinu. „Við munum útbúa fyrsta flokks aðstöðu á mótssvæðinu þannig að okkar gestir njóta beinnar útsendingar á risaskjá, við lofum svo auðvitað góðri stemningu,“ segir hann. 
 
„Við finnum fyrir miklum spenningi fyrir mótinu, Fákur, sem nú heldur mótið, er fjölmennt félag og þar ætla allir að leggjast á eitt að halda frábært Landsmót og taka vel á móti gestum.  Ég veit að hestakosturinn verður glæsilegur og er því sannfærður um að þetta verður hin besta skemmtun,“ segir Áskell Heiðar. 
Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...