Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Fréttir 16. september 2022

Gönguleið hefur áhrif á helti

Höfundur: Magasinet Kvæg-SNS

Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið.

Oft eru þessar gönguleiðir kúnna malarbornar, svo þær vaðist ekki upp, en það skiptir þó verulegu máli hvernig staðið er að frágangi á þessum gönguleiðum.

Þetta var sérstaklega skoðað í írskri rannsókn þar sem gerður var samanburður á tíðni helti kúa og frágangi á gönguleiðum 99 kúabúa. Í ljós kom að þar sem finna mátti lausa steina á helstu gönguleiðum kúnna, þar var meira um helti.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem voru rimlar framan við inngang inn í fjósin, sem oft er á búum sem beita mikið, eins og t.d. írskum kúabúum, þar var einnig meira um helti.

Þetta kemur líklega fæstum á óvart enda eru kýr ekki sérlega liprar á sér og eiga ekki auðvelt með að sveigja fram hjá ójöfnum við göngu sína. Þegar þær misstíga sig, t.d. þegar þær stíga óvart á stein eða misfellu í undirlaginu eins og á rimlum, getur það orsakað skaða á sólanum eða hvítu línunni sem tengir sólann við klaufvegginn

Skylt efni: Kýr

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...