Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Kýr eru ekki sérlega liprar á sér.
Fréttir 16. september 2022

Gönguleið hefur áhrif á helti

Höfundur: Magasinet Kvæg-SNS

Þegar kýr eru á beit þurfa þær auðvitað að ganga til og frá fjósinu til þess að komast á beitarstykkið.

Oft eru þessar gönguleiðir kúnna malarbornar, svo þær vaðist ekki upp, en það skiptir þó verulegu máli hvernig staðið er að frágangi á þessum gönguleiðum.

Þetta var sérstaklega skoðað í írskri rannsókn þar sem gerður var samanburður á tíðni helti kúa og frágangi á gönguleiðum 99 kúabúa. Í ljós kom að þar sem finna mátti lausa steina á helstu gönguleiðum kúnna, þar var meira um helti.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem voru rimlar framan við inngang inn í fjósin, sem oft er á búum sem beita mikið, eins og t.d. írskum kúabúum, þar var einnig meira um helti.

Þetta kemur líklega fæstum á óvart enda eru kýr ekki sérlega liprar á sér og eiga ekki auðvelt með að sveigja fram hjá ójöfnum við göngu sína. Þegar þær misstíga sig, t.d. þegar þær stíga óvart á stein eða misfellu í undirlaginu eins og á rimlum, getur það orsakað skaða á sólanum eða hvítu línunni sem tengir sólann við klaufvegginn

Skylt efni: Kýr

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...