Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Glæsileiki í anda þess sem Hótel Saga er þekkt fyrir
Mynd / HKr.
Fréttir 16. nóvember 2018

Glæsileiki í anda þess sem Hótel Saga er þekkt fyrir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gestir Hótel Sögu eiga án efa eftir að reka upp stór augu þegar þeir heimsækja hótelið á næstunni. Viðamiklar breytingar hafa staðið yfir á fyrstu hæð Sögu undanfarna mánuði. Búið er að endurnýja gestamóttökuna og kominn er nýr veitingastaður og bar þar sem áður var Skrúður og Mímisbar.

Miklar endurbætur og breytingar hafa átt sér stað á Hótel Sögu síðustu misserin. Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bændahallarinnar ehf., segir að breytingarnar hafi staðið frá 2016.

„Frá þeim tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á innviðum hótelsins. Fyrsta árið voru gerð 27 ný hótelherbergi á þriðju hæð norðurbyggingarinnar, skipt út lyftum, lagnir lagaðar og loftræsting endurbætt.

 

Þar á eftir var ráðist í endurbætur á Súlnasalnum og herbergin á fjórðu hæð gömlu byggingarinnar verið endurnýjuð að öllu leyti en með hliðsjón af upprunalegu hönnuninni. Strax í framhaldi af þeim breytingum loknum var farið í endurgerð á fyrstu hæð hússins og nánast allt rifið út. Glerhúsið sem var við hliðina á aðalinnganginum og hýsti Skrúð var rifið og gestamóttakan tekin í gegn.“

Fyrsta hæðin afhent

Fyrsta hæðin var formlega afhent hótelinu miðvikudaginn 14. nóvember og er þar að finna nýja gestamóttöku, nýjan bar og nýjan veitingastað fyrir hundrað manns. Hugmyndafræðin að baki nýja veitingastaðnum er að eldhúsið er opið þannig að gestir geta séð hvað á sér þar stað. Hugmyndin er líka að nýta íslenskt hráefni og afurðir bænda eins og hægt er, eða eins og kokkarnir segja „from head to tail“. Á nýja staðnum er ekki hlaðborð eins og var á Skrúð og allir réttir af matseðli og á góðu verði.

Næsta sumar stendur til að fara í framkvæmdir við útisvæði austan megin við hótelið, eða þar sem inngangurinn að Súlnasalnum er, og setja upp aðstöðu þar sem má borða úti þegar veður leyfir.

Fyrsta hæðin er hjartað í húsinu

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, segir að endurbætur á hótelinu hafi í mörgum tilfellum verið orðnar tímabærar þar sem víða hafi ekkert verið gert frá því að húsið var byggt. „Húsið er stórt og hefur verið ópraktískt í mönnun. Hér voru mörg eldhús og þau staðsett víða í húsinu, illa útbúin og mörg skref að fara. Veitingahlutinn var því dýr í rekstri. Við ákváðum því að fara út í breytingar sem myndi þjappa honum saman og nýta starfsmennina betur og spara þannig rekstrarkostnað.

Mun betri nýting eftir breytingar

Dæmi um betri nýtingu eftir breytingar er Súlnasalurinn sem áður var eingöngu í notkun nokkur kvöld á ári. Eftir breytinguna er hann orðinn að fjölnota sal bæði fyrir morgunmat fyrir hótelgesti og sem samkomusalur á kvöldin.“

Ingibjörg segir að nýi veitingastaðurinn á fyrstu hæð Hótel Sögu kallist Mímir og kallist það á við Mímisbar sem hefur verið færður aðeins til en er enn á sínum stað. „Aðalbreytingin á fyrstu hæðinni er sú að þar er búið að búa til eitt stórt svæði sem ég tel vera hjartað í húsinu þannig að fólk sem kemur í húsið finnur fyrir rýminu, birtunni og þeirri þjónustu sem er í boði.

Eins og oft vill verða undu breytingarnar upp á sig en að þeim loknum er rýmið mun betur nýtt en samt í anda þess glæsileika sem Hótel Saga er þekkt fyrir.“ 

Skylt efni: Hótel Saga

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...