Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur sem var haldinn í gær. Nær undantekningalaust tóku kauptilboð mið af settu hámarksverði, eða 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, sem varð því jafnvægisverð.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur en gild tilboð um kaup voru 209. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark eftir að samið var um endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta er hins vegar fyrsti markaðurinn eftir að ákveðið var að hámarksverð á markaði myndi nema þreföldu afurðastöðvaverði.

Þrjú kauptilboð undir jafnvægisverði

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru þrjú.

„Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Niðurstöður tilboðsmarkaðarins voru annars eftirfarandi:

  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 12.
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...