Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur sem var haldinn í gær. Nær undantekningalaust tóku kauptilboð mið af settu hámarksverði, eða 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, sem varð því jafnvægisverð.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur en gild tilboð um kaup voru 209. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark eftir að samið var um endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta er hins vegar fyrsti markaðurinn eftir að ákveðið var að hámarksverð á markaði myndi nema þreföldu afurðastöðvaverði.

Þrjú kauptilboð undir jafnvægisverði

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru þrjú.

„Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Niðurstöður tilboðsmarkaðarins voru annars eftirfarandi:

  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 12.
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands