Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur á Stórhóli í Skaga­firði buðu gestum á landbúnaðar­sýningunni í Laugardalshöll  upp á  geitakjöt í neytendapakkningum, ásamt öðrum afurðum af geitum, eins og band úr fiðu og sútuð skinn.
 
Geitakjötið rauk út og fengu færri en vildu af sumum bitunum, enda ekki nema 1.200 geitur á landinu og heildarframboðið því lítið. Þau voru því líka með á boðstólum lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka mikla lukku.
 
Flottar viðtökur
 
„Við höfum fengið mjög flottar viðtökur og alls ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga Indriðadóttir.
 
„Það er gaman að kynna kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta vara sem fæst ekki í búðum. Bændur eru yfirleitt að selja þetta sjálfir. Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum, en fólk er mjög áhugasamt um að fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“ 
 
Með 30 geitur og gengur vel
 
Sigrún segir að geitabúskapurinn gangi vel. 
„Við erum með 30 geitur. Sumar eru uppátækjasamari en aðrar, en þetta eru mjög skemmtileg dýr og mannelskar.  Kiðlingar sem maður er að eiga við verða mjög mannelskir og þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu. Svo er ég er líka með gallerý og húsdýraheimsóknir.“
 
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina] af geitunum líka?
 
„Já, við gerum það. Ég kembdi í fyrsta skipti af einhverju viti í vor og sendi fiðuna í Uppspuna –Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún spann þetta fyrir mig.“
 
Sigrún segir mikinn mun eftir að verksmiðja Uppspuna var sett á fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til Noregs sem var mikil fyrirhöfn og kostnaðarsamt. 
 
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
 
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir mig líka og sel þá stykki  í handverk eða bara skinn í heilu lagi. Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
 
Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Gerum okkur dagamun
12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Til þess var leikurinn gerður
11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Fæðuklasinn og framtíðin
12. júlí 2024

Fæðuklasinn og framtíðin