Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur á Stórhóli í Skaga­firði buðu gestum á landbúnaðar­sýningunni í Laugardalshöll  upp á  geitakjöt í neytendapakkningum, ásamt öðrum afurðum af geitum, eins og band úr fiðu og sútuð skinn.
 
Geitakjötið rauk út og fengu færri en vildu af sumum bitunum, enda ekki nema 1.200 geitur á landinu og heildarframboðið því lítið. Þau voru því líka með á boðstólum lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka mikla lukku.
 
Flottar viðtökur
 
„Við höfum fengið mjög flottar viðtökur og alls ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga Indriðadóttir.
 
„Það er gaman að kynna kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta vara sem fæst ekki í búðum. Bændur eru yfirleitt að selja þetta sjálfir. Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum, en fólk er mjög áhugasamt um að fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“ 
 
Með 30 geitur og gengur vel
 
Sigrún segir að geitabúskapurinn gangi vel. 
„Við erum með 30 geitur. Sumar eru uppátækjasamari en aðrar, en þetta eru mjög skemmtileg dýr og mannelskar.  Kiðlingar sem maður er að eiga við verða mjög mannelskir og þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu. Svo er ég er líka með gallerý og húsdýraheimsóknir.“
 
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina] af geitunum líka?
 
„Já, við gerum það. Ég kembdi í fyrsta skipti af einhverju viti í vor og sendi fiðuna í Uppspuna –Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún spann þetta fyrir mig.“
 
Sigrún segir mikinn mun eftir að verksmiðja Uppspuna var sett á fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til Noregs sem var mikil fyrirhöfn og kostnaðarsamt. 
 
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
 
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir mig líka og sel þá stykki  í handverk eða bara skinn í heilu lagi. Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
 
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...