Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Indriði Ægir Þórarinsson og Sigrún Helga Þórarinsdóttir frá Stórhóli í Skagafirði.
Mynd / HKr.
Fréttir 30. október 2018

Geitakjöt, kindakjöt, fiðuband og geitaskinn frá Stórhóli í Skagafirði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bændur á Stórhóli í Skaga­firði buðu gestum á landbúnaðar­sýningunni í Laugardalshöll  upp á  geitakjöt í neytendapakkningum, ásamt öðrum afurðum af geitum, eins og band úr fiðu og sútuð skinn.
 
Geitakjötið rauk út og fengu færri en vildu af sumum bitunum, enda ekki nema 1.200 geitur á landinu og heildarframboðið því lítið. Þau voru því líka með á boðstólum lambakjöt og ærkjöt sem gerði líka mikla lukku.
 
Flottar viðtökur
 
„Við höfum fengið mjög flottar viðtökur og alls ekkert hægt að kvarta yfir því,“ sagði Sigrún Helga Indriðadóttir.
 
„Það er gaman að kynna kiðlingakjötið fyrir fólki, enda er þetta vara sem fæst ekki í búðum. Bændur eru yfirleitt að selja þetta sjálfir. Kiðlingakjöt er nýtt á markaðnum, en fólk er mjög áhugasamt um að fræðast um þetta og tilbúið að prófa.“ 
 
Með 30 geitur og gengur vel
 
Sigrún segir að geitabúskapurinn gangi vel. 
„Við erum með 30 geitur. Sumar eru uppátækjasamari en aðrar, en þetta eru mjög skemmtileg dýr og mannelskar.  Kiðlingar sem maður er að eiga við verða mjög mannelskir og þeir gleyma því ekkert þótt þeir fari á fjall, ólíkt lömbunum hjá sauðfénu. Svo er ég er líka með gallerý og húsdýraheimsóknir.“
 
– Eruð þið að nýta fiðuna [ullina] af geitunum líka?
 
„Já, við gerum það. Ég kembdi í fyrsta skipti af einhverju viti í vor og sendi fiðuna í Uppspuna –Smáspunaverksmiðju á Hellu. Hún spann þetta fyrir mig.“
 
Sigrún segir mikinn mun eftir að verksmiðja Uppspuna var sett á fót. Áður þurfti að senda alla fiðu til Noregs sem var mikil fyrirhöfn og kostnaðarsamt. 
 
Skinnin sútuð á Sauðárkróki
 
„Nú svo læt ég súta skinnin fyrir mig líka og sel þá stykki  í handverk eða bara skinn í heilu lagi. Karl Bjarnason, sútari á Sauðárkróki, sútar fyrir okkur,“ segir Sigrún.
 
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...