Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Kolbrún Kara Róbertsdóttir, tíu ára, heldur hér á einum kiðlingnum í Hlíð en Kolbrún býr á höfuðborgarsvæðinu en kom í sveitina til afa síns og ömmu til að fylgjast með geitakembingarnámskeiðinu.
Mynd / MHH
Líf og starf 1. júní 2016

Geitabændum kennt að kemba geitur og hirða hráefnið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fyrsta geitakembingarnámskeið landsins var haldið laugardaginn 14. maí á bænum Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 
 
Kennari var Anna María Lind Geirsdóttir en Anna María Flygening, geitabóndi í Hlíð, lagði til aðstöðuna og geiturnar. 
 
„Tilgangur námskeiðsins var fyrst og fremst  að kenna geitabændum að kemba geitur og hvernig á að hirða hráefnið. Markmiðið er að tryggja afkomu geitastofnsins á Íslandi með því að hvetja geitabændur að hirða fiðuna og láta vinna hana í söluvæna vöru og þar með auka úrval  landbúnaðarvara í sérflokki á Íslandi,“ segir Anna María. 
 
Um var að ræða sýnikennslu og verklega kennslu þar sem þátttakendur námskeiðsins kembdu geitur. Sex þátttakendur sóttu námskeiðið sem tókst mjög vel og fóru allir heim reynslunni ríkari að kemba geiturnar sínar. 

3 myndir:

Skylt efni: geitur | geitakembing

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...