Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á hverjum degi elda um 40 prósent jarðarbúa við opinn eld og ganga þar með á skóga heimsins en með GoSun-grillinu þarf einungis geisla sólar til að elda matinn.
Á hverjum degi elda um 40 prósent jarðarbúa við opinn eld og ganga þar með á skóga heimsins en með GoSun-grillinu þarf einungis geisla sólar til að elda matinn.
Fréttir 2. apríl 2019

Geislar sólarinnar virkjaðir til eldunar

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin á og rekur fyrirtækið GoSun í kringum vörur sem hann hefur hannað og þróað sem nota eingöngu geisla frá sólu til ýmist að kæla niður matvæli nú og eða elda á sérstöku sólargrilli. Patrick, sem er sérfræðingur í sólarorku, byrjaði vöruþróun í bílskúrnum heima hjá sér því hann hafði það markmið að hanna vörur þar sem fólk gæti eldað matinn sinn á umhverfisvænan hátt. 
 
Fyrirtækið óx hratt og í dag hefur Patrick meðal annars fengið til liðs við sig unga hönnuði, verkfræðinga og hugmyndasmiði sem trúa á hugmyndafræði hans. Patrick segir að í dag eldi um þrír milljarðar manna með óhreinum orkugjöfum eins og eldivið, mykju eða kolum og afleiðingar af því sé hátt hlutfall af öndunarfærasjúkdómum hjá fólki. Þar að auki leiði skortur til dæmis á eldivið oft til þess að fjölskyldur í sumum heimshlutum þurfa að eyða mörgum klukkustundum í að verða sér úti um og flytja hann á sínar heimaslóðir í vistkerfum sem séu nú þegar í hættu. Þurfi þessir sömu íbúar hins vegar að kaupa eldiviðinn þá er það ansi hátt hlutfall af heildarinnkomu fjölskyldunnar. 
 
Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin, sem á og rekur fyrirtækið GoSun, ferðaðist um Bandaríkin í 40 daga í mars þar sem hann neytti eingöngu matar sem eldaður var með sólargeislum.
 
Margir kostir sólargrillsins
 
„Ég var búinn að eiga í basli með að taka í sundur vatnshitaratæki sem hitað er af sólinni þegar ég uppgötvaði að sennilega gæti ég upphitað hádegismatinn minn með vakúmrörinu sem lá við hliðina á mér. Þegar maturinn kom heitur og grillaður út úr rörinu þá varð það opinberun fyrir mér,“ segir Patrick, sem hafði í mörg ár unnið í þróunarlöndum við að aðstoða fólk að fá orku til sín á sem ódýrastan og einfaldastan hátt. Einnig starfaði hann sem sjálfboðaliði til að koma í veg fyrir orkufátækt á Haítí og í Suður-Ameríku. 
 
Hugmynd Patricks er að með sólargrillinu geti fólk eldað matinn sinn án nokkurs jarðefnaeldsneytis, kola eða eldiviðar og að enginn skað­legur reykur myndist við eldun með sólargrillinu en Alþjóða­heil­brigðis­málastofnunin áætlar að um 4 milljónir manna deyi á hverju ári vegna öndunarfærasjúkdóma sem eru afleiðing af eldun með föstu eldsneyti. Sé grillið notað daglega getur það sparað um tvö tonn af losun gróðurhúsalofttegunda á ári hverju á hverja fjölskyldu. 

5 myndir:

Skylt efni: Sólarorka

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...