Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á hverjum degi elda um 40 prósent jarðarbúa við opinn eld og ganga þar með á skóga heimsins en með GoSun-grillinu þarf einungis geisla sólar til að elda matinn.
Á hverjum degi elda um 40 prósent jarðarbúa við opinn eld og ganga þar með á skóga heimsins en með GoSun-grillinu þarf einungis geisla sólar til að elda matinn.
Fréttir 2. apríl 2019

Geislar sólarinnar virkjaðir til eldunar

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin á og rekur fyrirtækið GoSun í kringum vörur sem hann hefur hannað og þróað sem nota eingöngu geisla frá sólu til ýmist að kæla niður matvæli nú og eða elda á sérstöku sólargrilli. Patrick, sem er sérfræðingur í sólarorku, byrjaði vöruþróun í bílskúrnum heima hjá sér því hann hafði það markmið að hanna vörur þar sem fólk gæti eldað matinn sinn á umhverfisvænan hátt. 
 
Fyrirtækið óx hratt og í dag hefur Patrick meðal annars fengið til liðs við sig unga hönnuði, verkfræðinga og hugmyndasmiði sem trúa á hugmyndafræði hans. Patrick segir að í dag eldi um þrír milljarðar manna með óhreinum orkugjöfum eins og eldivið, mykju eða kolum og afleiðingar af því sé hátt hlutfall af öndunarfærasjúkdómum hjá fólki. Þar að auki leiði skortur til dæmis á eldivið oft til þess að fjölskyldur í sumum heimshlutum þurfa að eyða mörgum klukkustundum í að verða sér úti um og flytja hann á sínar heimaslóðir í vistkerfum sem séu nú þegar í hættu. Þurfi þessir sömu íbúar hins vegar að kaupa eldiviðinn þá er það ansi hátt hlutfall af heildarinnkomu fjölskyldunnar. 
 
Bandaríski frumkvöðullinn Patrick Sherwin, sem á og rekur fyrirtækið GoSun, ferðaðist um Bandaríkin í 40 daga í mars þar sem hann neytti eingöngu matar sem eldaður var með sólargeislum.
 
Margir kostir sólargrillsins
 
„Ég var búinn að eiga í basli með að taka í sundur vatnshitaratæki sem hitað er af sólinni þegar ég uppgötvaði að sennilega gæti ég upphitað hádegismatinn minn með vakúmrörinu sem lá við hliðina á mér. Þegar maturinn kom heitur og grillaður út úr rörinu þá varð það opinberun fyrir mér,“ segir Patrick, sem hafði í mörg ár unnið í þróunarlöndum við að aðstoða fólk að fá orku til sín á sem ódýrastan og einfaldastan hátt. Einnig starfaði hann sem sjálfboðaliði til að koma í veg fyrir orkufátækt á Haítí og í Suður-Ameríku. 
 
Hugmynd Patricks er að með sólargrillinu geti fólk eldað matinn sinn án nokkurs jarðefnaeldsneytis, kola eða eldiviðar og að enginn skað­legur reykur myndist við eldun með sólargrillinu en Alþjóða­heil­brigðis­málastofnunin áætlar að um 4 milljónir manna deyi á hverju ári vegna öndunarfærasjúkdóma sem eru afleiðing af eldun með föstu eldsneyti. Sé grillið notað daglega getur það sparað um tvö tonn af losun gróðurhúsalofttegunda á ári hverju á hverja fjölskyldu. 

5 myndir:

Skylt efni: Sólarorka

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...