Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Garner – litlir og léttir
Á faglegum nótum 6. júlí 2016

Garner – litlir og léttir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skömmu eftir lok heims­styrjaldarinnar síðari, á árunum 1948 til 1955, voru framleiddar í Bretlandi dráttarvélar sem kölluðust Garner. Vélarnar voru litlar, léttar og ætlaðar fyrir garðyrkjustöðvar og til að létta vinnu þar sem flytja þurfti léttar vörur milli sölubása.

Í lok ársins 1916 hóf fyrirtækið Henry Garner Ltd. innflutning á dráttarvélum frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru sérsmíðaðar eftir kröfum Garner en byggðu á hönnun bandarískra traktora sem kölluðust Galloway. Sala á vélunum var lítil og ágóðinn af innflutningnum minni en til stóð þar sem traktorarnir voru umtalsvert dýrari en sambærilegar vélar frá Austin og Fordson.

Árið 1947 tilkynnti fyrirtækið að það væri búið að hanna og smíða frumgerð að nýrri dráttarvél og ætlaði að hefja framleiðslu á henni í Bretlandi. Fyrstu traktorarnir komu ekki á markað ári síðar vegna hráefnisskorts í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari.

Traktorarnir voru tveggja hjóla og drógu á eftir sér plóg. Mótorinn var bensínknúinn og af gerðinni J.A.P, Model 5, eins strokka og fimm til sex hestöfl. Einnig var hægt að fá traktorinn í aðeins dýrari útfærslu með vél sem gekk fyrir steinolíu. Báðar týpur voru þriggja gíra og stýrt með því að læsa hjólinu þeim megin sem beygja átti í.

Fjarkinn og sjöan

Árin 1949 og 1950 setti fyrirtækið á markað tvær týpur af litlum fjögurra hjóla dráttarvélum sem voru eins og tveggja hjóla traktorinn í öllum megindráttum nema hvað þeim var stýrt með stýri og framhjólunum.

Minni traktorinn sem kom fyrst fyrir almenningssjónir kallaðist fjarkinn og var fimm til sex hestöfl en sú stærri sem kallaðist sjöan var sjö hestöfl. Mótorinn í fjarkanum var sá sami og í tveggja hjóla dráttarvélinni og hún ætluð til svipaðra verka.

Sjöan var svipuð fjarkanum í útliti en stærri, lengri og aflmeiri.

Dráttarvélar fyrir flugvelli

Framleiðendur Garner sáu fljótlega tækifæri í framleiðslu á litlum og liprum dráttarvélum til þess að draga vagna sem flytja töskur til og frá á flugvöllum. Árið 1954 setti fyrirtækið á markað sérhannaðar dráttarvélar til þess konar flutninga og til að draga hluti milli staða í vörugeymslum. Einnig var í boði minni traktor sem hentaði til flutninga á hlutum á golf- og íþróttavöllum.

Um svipað leyti hóf fyrirtækið smíði á litlum dráttarbátum til að draga vörupramma eftir ám sem hafa verið notaðar til vöruflutninga í Bretlandi í hundruð ára.

Framleiðslu hætt 1955

Framleiðslu á Garner-dráttarvélum var hætt um mitt ár 1955 vegna erfiðleika í rekstri. Þrátt fyrir að saga Garner sé ekki löng voru vélarnar fluttar út til margra landa. Garner-dráttarvélar eru safngripir í dag og búið að gera upp fjölda þeirra og sumar eru enn í notkun.

Ekki er vitað hversu margar Garner-dráttarvélar voru framleiddar þar sem allir pappírar um framleiðsluna eru glataðir.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Garner

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...