Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Fréttir 11. júlí 2022

Galli reyndist ekki gallagripur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Greint var frá því hér í blaðinu í lok maí síðastliðnum að hrúturinn Galli (20­875) frá Hesti væri meintur gallagripur, þar sem talið var að hann væri með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.

Nú hefur hins vegar komið á daginn, að vegna þess að ruglingur varð á sýnum er raunin sú að Galli er ekki með þessa áhættuarfgerð, heldur hlut- lausa arfgerð.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, á blaðsíðu 46.

Galli kom nýr inn á sæðingastöð í desember og var einmitt upphaflega tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð.

Því var um falsfrétt að ræða í maí, en Eyþór segir að þetta hafi komið fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra.

Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur þeirra afkvæma sem myndu fæðast undan Galla bæru áhættuarfgerðina.

Eyþór harmar að rangar upplýsingar hafi verið settar fram en um mannleg mistök hafi átt sér stað á tilraunastofu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.

Ánægjulegt sé að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafi heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...