Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur afkvæma Galla bæru áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.
Fréttir 11. júlí 2022

Galli reyndist ekki gallagripur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Greint var frá því hér í blaðinu í lok maí síðastliðnum að hrúturinn Galli (20­875) frá Hesti væri meintur gallagripur, þar sem talið var að hann væri með áhættuarfgerð fyrir riðusmiti.

Nú hefur hins vegar komið á daginn, að vegna þess að ruglingur varð á sýnum er raunin sú að Galli er ekki með þessa áhættuarfgerð, heldur hlut- lausa arfgerð.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Eyþórs Einarssonar, sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, á blaðsíðu 46.

Galli kom nýr inn á sæðingastöð í desember og var einmitt upphaflega tekinn inn á sæðingastöð á þeim forsendum að hann hefði hlutlausa arfgerð.

Því var um falsfrétt að ræða í maí, en Eyþór segir að þetta hafi komið fram þegar nokkrir sæðingahrútar voru endurgreindir til að fá ýtarlegri niðurstöður um arfgerðir þeirra.

Tíðindin í maí þóttu mjög slæm, enda var þá búist við að um helmingur þeirra afkvæma sem myndu fæðast undan Galla bæru áhættuarfgerðina.

Eyþór harmar að rangar upplýsingar hafi verið settar fram en um mannleg mistök hafi átt sér stað á tilraunastofu og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar.

Ánægjulegt sé að Galli geti haldið áfram veru sinni á sæðingastöð þar sem ýmsar ábendingar hafi heyrst af fallegum lömbum undan honum í vor.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...