Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Aþena frá Þjóðólfshaga 1 er undan Skýr frá Skálakoti.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Fimmtán afkvæmi stóðhestsins tóku þátt í keppnishluta mótsins, þar með talinn töltmeistarinn Skarpur frá Kýrholti og sextán afkvæmi hans áttu þátttökurétt í kynbótasýningu. Þar á meðal var Arney frá Ytra-Álandi sem var efst 5 vetra hryssna og Aþena frá Þjóðólfshaga sem hlaut hæstu einkunn fyrir kosti á mótinu, 9,06. Skýr hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2020.

Annar heiðursverðlaunastóðhestur, Spuni frá Vesturkoti, átti næstflest afkvæmi á Landsmótinu, tuttugu talsins. Fjórtán þeirra spreyttu sig á keppnisvellinum. Þrjú afkvæmi hans voru t.a.m. í úrslitum A-flokks, sigurvegarinn Álfamær frá Prestsbæ, Atlas frá Hjallanesi og Goði frá Bjarnarhöfn. Þá voru fjögur hross í kynbótadómum. Spuni hlaut heiðursverðlaun árið 2018.

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu átti fjórtán afkvæmi á mótinu, m.a. föður gæðingshryssunnar sem sigraði unglingaflokk, Marín frá Lækjarbrekku 2.

Arion frá Eystra-Fróðholti og Hringur frá Gunnarsstöðum I og Konsert frá Hofi þrettán afkvæmi.

Auk þeirra tveggja hryssa sem fjallað er um á þessun síðum átti Gróska frá Dallandi fjögur afkvæmi á mótinu, Gráðu og Guttorm í kynbótasýningum og Gullhamar og Konfúsíus í keppnishluta hátíðarinnar. Gróska er úr ræktun Gunnars B. Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur í Dallandi. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2023.

Skylt efni: Landsmót hestamanna

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...