Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svansvottun á húsnæði Umhverfisstofnunar.
Svansvottun á húsnæði Umhverfisstofnunar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. október 2020

Fyrstu Svansvottuðu endurbæturnar á húsnæði á Norðurlöndunum

Höfundur: Ritsjórn

Föstudaginn 18. september fengu Reitir afhent leyfi fyrir fyrstu Svansvottuðu endurbætur á húsnæði á Norðurlöndunum. Um er að ræða endurbætur á skrifstofuhúsnæði Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut 24 sem er í eigu Reita. Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri Reita, tók við leyfinu frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra.

„Þetta er frábær áfangi sem ég vona að sé bara byrjunin á því sem koma skal almennt í endurbótum á byggingum. Byggingargeirinn útheimtir mikinn efnivið og auðlindir og það er mikilvægt að við förum vel með þær, endurnýtum það sem við getum og komum öðru í endurvinnslu. Að lágmarka áhrif framkvæmda á umhverfi og heilsu er bæði gott fyrir okkur og náttúruna í heild,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Svansvottun nær til allra þátta

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun nær Svansvottunin sem slík bæði til innra og ytra byrði hússins og það er í raun umfangið á hverjum endur-bótum fyrir sig sem stýrir þessu. Endurbæturnar á húsnæði Umhverfisstofnunar voru þó að mestu á innra byrði hússins þótt einhverjar lagfæringar hafi verið gerðar á ytra byrði. Kröfurnar ná til allra þátta, hvort sem um ræðir t.d. gólfefni, ytri klæðningu eða málningu. Því þurfa efnin og vörurnar að vera ýmist umhverfisvottaðar eða samþykktar af Svaninum út frá efnainnihaldi og fleiri þáttum.

Fordæmisgefandi

„Við erum afar stolt af þessu og tökum hlutverk okkar sem fyrirmynd mjög alvarlega. Þetta er fordæmisgefandi og sýnir að þetta er hægt. Það var okkur mikilvægt að nýta það sem hægt var að nýta áfram og að hugsað sé um umhverfið og heilsu starfsfólks við val á nýju byggingarefni og innanstokksmunum,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.

„Svansvottun húsnæðis Umhverfis-stofnunar er merkur áfangi. Vottunin er til marks um metnað til að beita sér fyrir umbótum í umhverfismálum þegar kemur að byggingum. Reitir óska Umhverfisstofnun til hamingju með endurnýjað húsnæði og þakka fyrir gott samstarf um þetta samvinnuverkefni Reita og Umhverfisstofnunar,“ segir Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs hjá Reitum fasteignafélagi.

Viðmið Svansins fyrir endurbætur eru umfangsmikil þar sem markmiðið er að lágmarka áhrif framkvæmda á umhverfi og heilsu. Svansvottunin tryggir gæði byggingarinnar meðal annars með betri innivist sem er tryggð með ströngum kröfum á efnainnihald byggingavara. Í Svansvottun er einnig lögð áhersla á endurnotkun byggingarefna og að úrgangur fari í endurvinnslufarveg.

Endurbæturnar og aðrar Svansvottaðar framkvæmdir hafa haft jákvæð áhrif á íslenska birgja, þar sem úrval af vottuðum og samþykktum byggingarefni hefur aukist sýnilega síðustu ár.

Sem dæmi um árangur sem náðist í framkvæmdunum við Suðurlandsbraut 24 má nefna:

  • Flokkunarhlutfall byggingarúrgangs var 94,4% á framkvæmdatíma
  • Áætlað er að notkun loftræsikerfis með hitaendurvinnslu muni draga úr orkunotkun um 40%
  • Öll málning og sparsl sem var notað var umhverfisvottað
  • Álrimlar, korkflísar og fleiri byggingarhlutir voru notaðir áfram
  • Veglegt barnaherbergi var sett upp til að bæta aðstöðu starfsmanna

Öll málning og sparsl sem var notað var umhverfisvottað. Álrimlar, korkflísar og fleiri byggingarhlutir voru notaðir áfram.

Reitir ráða yfir 440 þúsund fermetrum af húsnæði

Reitir bjóða framsýnum fyrirtækjum klæðskerasniðið atvinnuhúsnæði til leigu. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Reitir byggja á arfleifð umsvifa sem hófst með byggingu Kringlunnar árið 1987. Innan eignasafnsins eru nú um 135 fasteignir, samtals um 440.000 fermetrar að stærð, auk metnaðarfullra þróunarverkefna. Á síðari árum hafa Reitir hlúð að sögufrægum byggingum og staðið þannig vörð um íslenskan menningararf á sama tíma og horft er til sjálfbærrar framtíðar, m.a. með grænum leigusamningum við fjölda viðskiptavina.

Skylt efni: Svansvottun

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...