Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glæra um fæðuöryggi sem Hlédís Sveinsdóttir kynnti.
Glæra um fæðuöryggi sem Hlédís Sveinsdóttir kynnti.
Fréttir 5. maí 2021

Fyrstu drög að Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland: breyttar áherslur í styrkjakerfinu

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra stóð fyrir kynningarfundi í morgun í beinu streymi úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem kynntar voru tillögur verkefnisstjórnar um Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Tillögurnar voru kynntar sem umræðuskjal undir heitinu Ræktum Ísland. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, og Hlédís H. Sveinsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri skipa verkefnisstjórnina og kynntu þau helstu lykilbreytur og helstu efnisflokka skýrslunnar, sem telur 80 síður. Meðal tillagna eru breyttar áherslur í styrkjakerfi landbúnaðarins, að áhersla verði lögð á stuðning við búsetu í sveitum annars vegar og hins vegar aukin áhersla á þátt jarðræktar og annarrar landnýtingar. Rökin fyrir breyttum áherslum eru að stuðningur sem tengdur er að mestu eða öllu leyti ákveðnum búgreinum og afurðum kunni að vinna gegn því að landbúnaður aðlagist breyttum aðstæðum. 

Landnýting, umhverfismál, nýsköpun og tækni

Í kynningunni kom fram að lagt er upp með að þrjár lykilbreytur muni marka landbúnaðarstefnu fyrir Ísland til framtíðar; landnýting, loftslagsmál og umhverfisvernd auk nýsköpunar og tækni.  

Meginþættir landbúnaðarstefnu framtíðarinnar eru samkvæmt tillögunum að treysta fæðuöryggi, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra landnýtingu, auka verðmætasköpun og samkeppnishæfni á grundvelli vísinda og nýjustu tækni – og stuðla að því að blómlegur landbúnaður þrífist um land allt.  

„Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa veginn við gerð slíkra samninga í framtíðinni,“ segir í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Hinar þrjár lykilbreytur

„Við gerð meginatriðanna var tekið mið af þremur lykilbreytum sem munu hafa mikil áhrif á þróun landbúnaðar á komandi árum:   

Landnýting Sjálfbær nýting beiti- og ræktunarlanda er lykilatriði ef tryggja á framtíð landbúnaðar á Íslandi. Vatn og nytjaland til ræktunar eru meðal mestu verðmæta samtímans hvert sem litið er í veröldinni. Mikilvægt er að sátt ríki um sjálfbæra landnýtingu. 

Loftslagsmál – umhverfisvernd Samhliða sífellt minni losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna manna verður að minnka losun frá landi og binda kolefni í vistkerfum. Á þetta ber að leggja megináherslu í landbúnaðarstefnu. Verkið verður ekki unnið án þátttöku bænda og án þess að hlutur þeirra sé metinn til fjár á einn hátt eða annan. 

Tækni – nýsköpun Með nýtingu nýrrar tækni má gjörbreyta aðferðum á sviði landbúnaðar eins og annars staðar. Þá hefur tækni til að tryggja rekjanleika matvæla allt frá beitarlandi til borðstofu tekið stórstígum framförum,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Frekara samtal með fundum og í Samráðsgátt

Með umræðuskjalinu er opnað á frekara samtal og samráð. Í byrjun júní mun Kristján Þór efna til tíu opinna funda (með fyrirvara um sóttvarnareglur) um allt land til að kynna skjalið og eiga samtal um það, ásamt verkefnisstjórn.

Auk þess hefur umræðuskjalið þegar verið birt á Samráðsgátt stjórnvalda og verður hægt að veita umsögn þar til 26. maí. 

Þegar samráðsferlinu er lokið mun verkefnisstjórnin skila ráðherra fullmótaðri Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland.

Í byrjun júní mun Kristján Þór efna til tíu opinna funda (með fyrirvara um sóttvarnareglur) um allt land til að kynna skjalið og eiga samtal um það.  Verkefnisstjórnin verður einnig á fundunum.  

Fundardagskráin er eftirfarandi:  
  • Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. 
  • Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Hótel Ísafjörður. 
  • Blönduós 8. júní kl. 16:00. Félagsheimilið Blönduósi. 
  • Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær. 
  • Þórshöfn 9. júní kl. 12:00. Þórsver. 
  • Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf. 
  • Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar. 
  • Selfoss 14. júníkl. 20:00. Þingborg. 
  • Höfuðborgarsvæðið 15. júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. 
  • Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar.  
Nánari upplýsingar:  
Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...