Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Johan Holst við grisjun 25 ára lerkiskógar í Gunnfríðarstaðaskógi á Bakásum í Austur-Húnavatnssýslu. Jafnvel þótt tréð hafi virst kræklótt og margstofna leynist í því þokkalega beinn stofn og flettingarhæfur.
Johan Holst við grisjun 25 ára lerkiskógar í Gunnfríðarstaðaskógi á Bakásum í Austur-Húnavatnssýslu. Jafnvel þótt tréð hafi virst kræklótt og margstofna leynist í því þokkalega beinn stofn og flettingarhæfur.
Mynd / Skógræktin
Fréttir 30. mars 2017

Fyrsti viðarfarmurinn sendur til Elkem

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikill vöxtur er í skóginum á Gunnfríðarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu og nú er verið að grisja 25 ára lerkiskóg sem gefa mun boli í fyrsta iðnviðarfarminn sem sendur verður járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Hluti efnisins nýtist sem flettiefni. Þetta kemur fram á vef Skógræktarinnar, skogur.is.
 
Kvikmyndagerðarmaðurinn og skógræktarráðgjafinn Hlynur Gauti Sigurðsson var á ferð í Gunnfríðarstöðum á Bakásum í Langadal í byrjun mánaðarins og hitti þar starfsbróður sinn, Johan Holst, sem var við grisjun í skóginum ásamt Helga Sigurðssyni. Landið hefur á aldarfjórðingi breyst úr berangri í skóg.
 
Lerkið ber merki áfalla
 
Reiturinn á Gunnfríðarstöðum sem Johan og Helgi eru að grisja er lerkireitur, rúmir tveir hektarar að stærð. Hann hefur orðið fyrir áföllum og lerkið ber þess merki, mörg trén margstofna og kræklótt, en þó segir Johan ótrúlegt hvað út úr skóginum fæst og vöxturinn með ólíkindum. Þarna er frjósamt land og skógræktarskilyrði góð. Reiturinn er í eigu Skógræktarfélags Austur-Húnvetninga. Árið 1961 fékk félagið jörðina Gunnfríðarstaði á Bakásum að gjöf og hóf gróðursetningu strax árið eftir. Jörðin hafði þá verið í eyði í allmörg ár. Gefendurnir voru hjónin Helga Jónsdóttir og Steingrímur Davíðsson.
 
Fyrstu fjögur árin voru gróðursettar um 74 þúsund trjáplöntur en ekkert var sett niður árið 1966 vegna baráttu við grasið. Fram að árinu 2000 voru gróðursettar um 200 þúsund trjáplöntur sem nú  mynda rúmlega 70 ha myndarlegan skóg.
 
Frá árinu 2000 hefur fyrst og fremst verið plantað í Land­græðsluskógaverkefninu sem er á efri hluta jarðarinnar og hafa verið settar niður tæpar 100 þúsund plöntur, eða samanlagt um 300.000 plöntur á 50 árum. Mest hefur verið sett niður af lerki, birki og stafafuru.
 
Lerkið gefur iðnvið
 
Lerkið gefur nú iðnvið og er stefnt að því að senda einn timburbíl til Grundartanga þegar grisjuninni lýkur. Sumir bolirnir eru ótrúlega sverir miðað við aldur trjánna. Efni sem er flettingarhæft verður unnið að Silfrastöðum þar sem þau skógarbændurnir og skógfræðingarnir, Johan Holst og Hrefna Jóhannesdóttir, eru að koma sér upp viðarvinnslu. Meðal annars er hugmynd að nýta það til klæðningar á hús í Gunnfríðarstaðaskógi. 

Skylt efni: skógarnytjar | viður

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...