Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrsta tilfelli garnaveiki í Austfjarðahólfi í 30 ár
Fréttir 11. desember 2018

Fyrsta tilfelli garnaveiki í Austfjarðahólfi í 30 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garnaveiki hefur greinst í sauðfé á búinu Þrándarstöðum á Fljótsdalshéraði. Þrándarstaðir eru í Austfjarðahólfi, í hólfinu var garnaveiki á árum áður en ekki hefur verið staðfest garnaveiki í hólfinu í rúm 30 ár. Síðasta staðfesta tilvikið var á Ásgeirsstöðum, Fljótsdalshéraði árið 1986.

Sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar 7 vetra kind drapst skyndilega og bóndinn kallaði til dýralækni. Grunur um sjúkdóminn vaknaði og hafði dýralæknirinn samband við héraðsdýralækni Austurumdæmis. Tekin voru sýni og send til Tilraunastöðvarinnar á Keldum, þar sem sjúkdómurinn var staðfestur.

Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur, sem leggst á öll jórturdýr; sauðfé, geitur, nautgripi og hreindýr. Orsökin er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium avium s.s. paratuberculosis). Hún veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saur og geta lifað mánuðum saman í umhverfinu, s.s. við gripahús og afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni. Meðgöngutími í fé er 1-2 ár eða lengri. Hægt er að halda veikinni niðri með bólusetningu lamba á haustin og gefur ein bólusetning ævilangt ónæmi.

Ekki er vitað hvernig sjúkdómurinn barst að Þrándarstöðum en líkur eru á að hann hafi verið nokkur ár að búa um sig þar. Óhjákvæmilegt er að hefja bólusetningu á fé í varnarhólfinu. Unnið er að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hve víðtæk bólusetningin þarf að vera.

Mikilvægt er að bændur í Austfjarðahólfi láti Wija Ariyani héraðsdýralækni vita í síma 530 4800 ef þeir hafa fullorðnar kindur sem hafa verið að dragast upp undanfarin misseri.

Matvælastofnun brýnir fyrir bændum í Austfjarðahólfi að auka smitvarnir og að flytja ekki fé á milli bæja, á einnig við um hrúta. Auknar smitvarnir eru nauðsynlegar á meðan verið er að rannsaka útbreiðslu veikinnar í hólfinu og þar til fullnægjandi vörnum gegn veikinni hefur verið náð með bólusetningum.

Upplýsinga- og fræðslufundur verður haldinn þegar frekari upplýsingar liggja fyrir og verður auglýstur síðar.


Upplýsingasíða Matvælastofnunar um garnaveiki
 

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...