Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Fréttir 14. júlí 2021

Fyrsta íbúðin utan höfuðborgarsvæðis sem fær Svansvottun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjar­sveitar hses. fékk Svansvottun við formlega athöfn fyrir skemmstu. Umhverfisráðherra, Guð­mund­ur Ingi Guðbrandsson, afhenti Árna Grétari Árnasyni, framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b eru Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóða­frágangi lýkur í sumar. Fyrsti leigjandinn hefur fengið lykla að íbúðinni afhenta. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja sams konar parhús við Víðigerði í Aðal­dal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitar­félaginu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...