Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn og Katrín Unnur Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lax-Inn. Katrín segir nýju fræðslu­miðstöðina hafa fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð.
Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn og Katrín Unnur Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Lax-Inn. Katrín segir nýju fræðslu­miðstöðina hafa fengið mjög góð og jákvæð viðbrögð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. október 2021

Fyrsta fræðslumiðstöð landsins um fiskeldi hefur verið opnuð í 101 Reykjavík

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Lax-Inn er ný fræðslumiðstöð fiskeldis á Grandagarði í Reykjavík, sem var opnuð formlega 10. september. Þar er nú hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beintengingu myndavéla bæði í land- og sjóeldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þessa atvinnugrein.

Það er Sigurður Pétursson, sem er stofnandi og eigandi nýja fræðslusetursins, en þetta mun vera fyrsta fræðslusetrið um fiskeldi á Íslandi sem kynnir framleiðslu, tækni og afurðir úr íslensku laxfiskaeldi.

Frá hrogni til fisks á disk

„Við leggjum áherslu á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda. Heildarferli framleiðslunnar er lýst, til dæmis hvernig jarðvarmi og græn raforka eru nýttar og hagstæðar umhverfisaðstæður í landeldi einnig með gegnumstreymi og hringrásarkerfi. Frætt er um áframeldi í sjó, en það er gert við köldustu aðstæður sem þekkjast í laxfiskaeldi í heiminum. Öllu framleiðsluferlinu eru gerð ítarleg skil, hvað einkennir gæði afurða og umhverfisáhrif framleiðslunnar rakin. Áhersla er lögð á kynningu á eldistækni íslenskra fyrirtækja sem eru mjög framarlega á heimsvísu í tæknilausnum bæði í eldi og framleiðslu,“ segir Sigurður.

Fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heiminum

„Íslendingar eru í dag fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heiminum en saga þess er löng hér á landi. Elstu rituðu heimildir um fiskeldi við land ná aftur til landnámsaldar þegar laxfiskar voru fluttir úr ám í tjarnir til þess að eiga mat allt árið. Hvergi á heimsvísu er stundað jafn mikið eldi Atlantshafslaxaseiða í tengslum við seiðasleppingar í ár. Bleikjueldið er það stærsta á heimsvísu og er mesta framleiðsla á lax í landeldi hér á landi. Þá hefur hlutfallslegur vöxtur sjóeldis á laxi verið mestur við Íslandsstrendur á síðustu árum. Í fyrra varð lax næststærsta útflutningstegund sjávarafurða á eftir þorski. Íslensk tæknifyrirtæki hafa náð mjög langt á heimsvísu í tæknitengdu eldi eins og Vaka ehf., sem og vinnslu eldisafurða, og nægir þar að nefna Marel, Völku og Skaginn 3X,“ segir Sigurður.

Tengsl við atvinnugreinina

Sigurður hefur víðtæka menntun og reynslu úr land- og sjóeldi laxfiska (bleikju, silung og laxi) og komið að ýmsum nýsköpunarverkefnum á sviði laxaræktunar. Lax-Inn er í samstarfi við fjölmarga aðila sem munu kynna starfsemi sína í þessu nýja fræðslu- og nýsköpunarsetri. Verkefnisstjóri Lax-Inn er Katrín Unnur Ólafsdóttir, véla- og iðnaðarverkfræðingur.

Fræðslumiðstöð fiskeldis

„Tilgangur fræðslumiðstöðvarinnar er að „opna“ glugga að starfsemi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálfbærri matvælaframleiðslu atvinnugreinarinnar. Enn fremur er markmiðið að miðla þekkingu um stöðu og framþróun í tækni eldisferilsins og gera upplýsingar um umhverfisþætti aðgengilega. Að lokum er markmiðið að gera tækifærin sem byggja á mikilli tækniþróun og nýsköpun sýnileg,“ segir Katrín Unnur. Allar nánari upplýsingar um nýju fræðslu­miðstöðina er að finna á heimasíðunni www.lax-inn.is.

Skylt efni: Fiskeldi | Lax-Inn

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...