Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fabriano við Adríahafið. Þar voru 30 þúsund íbúar og allt lék í lyndi við framleiðslu á ísskápum, þvottavélum, eldavélum og öðrum heimilistækjum. „Fabriano var þá  ríkt samfélag, eða eins konar Sviss Ítalíu,“ eins og borgarstjórinn Giancarlo Sagramola orð
Fabriano við Adríahafið. Þar voru 30 þúsund íbúar og allt lék í lyndi við framleiðslu á ísskápum, þvottavélum, eldavélum og öðrum heimilistækjum. „Fabriano var þá ríkt samfélag, eða eins konar Sviss Ítalíu,“ eins og borgarstjórinn Giancarlo Sagramola orð
Fréttir 16. nóvember 2016

Fyrirtækin hrundu við innleiðingu evrunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Staðan á hagkerfi Ítalíu er hræðileg eftir stöðugan samdrátt í hagvexti síðan 2007. Þetta er versta kreppa í sögu landsins og jafnvel verri en á árunum 1929 til 1934,“ segir hagfræðiprófessorinn Gianni Toniolo í Róm. Stóra skýringin á stöðunni er sögð vera innleiðing evrunnar. 
 
Matsfyrirtækið Standart & Poor's olli reiði Ítala þegar það lækkaði mat sitt á stöðu landsins fyrir nokkrum vikum. Hagvöxtur hefur lækkað á Ítalíu um 7% frá 2007 og yfir hálf milljón manna hafa misst vinnuna. Þá hefur afkastageta ítalsks iðnaðar dregist saman um 15%. Í einstökum greinum hefur þó orðið enn meiri samdráttur eins og í bílaiðnaðinum þar sem hann er 40%. Eini vöxturinn sem talinn er áþreifanlegur er í botnlausri afneitun á stöðunni. Ítalía er nú í 44. sæti hvað varðar samkeppnisstöðu þjóða og er þar á eftir Filippseyjum, Lettlandi, Rússlandi og Perú. Evruríkið Spánn er svo þar rétt á eftir og síðan Portúgal. 
 
Seðlabankinn óttast að hrun bankakerfisins sé í aðsigi
 
Seðlabanki Ítalíu óttast að bankakerfið sé við það að hrynja og hefur af þeim sökum dregið úr útlánum. Þá er ítalska ríkið hætt að geta staðið við greiðslu reikninga vegna hundruð milljarða evra útistandandi skuldbindinga. Staðan er afar hættuleg, ekki síst fyrir minni fyrirtæki á Ítalíu. 
 
„... þá mun landið verða gjaldþrota“
 
„Ef ekki verða gerðar grundvallarbreytingar, þá mun landið verða gjaldþrota,“ sagði Clemens Fuest, forseti Miðstöðvar evrópskra efnahagsrannsókna (ZEW) í Mannheim í Þýskalandi. Segir hann að stöðugur efnahagssamdráttur, atvinnuleysi og stöðug hnignun slagkrafts samfélagsins sé að keyra landið niður í enn dýpri kreppu.  
 
Yfir átta milljónir Ítala lifa nú undir fátæktarmörkum, þar á meðal margir sem hafa þó enn vinnu. Sum fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að greiða laun nema í smáskömmtum. Þá neyðast þrjú af hverjum fimm fyrirtækjum að taka lán til að greiða háa skatta. 
 
Hækkun skatta er að sliga fyrirtækin
 
Hækkun skatta, m.a. á fyrirtæki, var eitt af fyrstu verkum Mario Monti þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Silvio Berlusconi í nóvember 2011. Hann hækkaði einnig eftirlaunaaldursmörk í 66 ár og lækkaði hættulega háa vexti. Allt þetta hefur þó greinilega ekki dugað og nú eru skattahækkanir á fyrirtækin að ganga af þeim dauðum einu af öðru. 
 
Forsætisráðherrann Mario Monti hefur lofað því að ástandið batni á þessu ári, en ekki er að sjá að hann geti staðið við þau orð sín fyrir kosningar sem fram fara í desember. Hefur ríkisstjórnin skrúfað niður væntingar sínar um hagvöxt og reikna nú með að hann verði -1,3% á þessu ári. Seðlabanki Ítalíu er enn svartsýnni og spáir -1,9% hagvexti. 
 
Yfirmaður Ítalíubanka, Ignazio Visco segir ekkert hreyfast og að allt sé í algerri kyrrstöðu. Landið sé þegar orðið 25 árum á eftir samkeppnislöndunum.  
 
Fabriano var Sviss Ítalíu allt þar til evran kom
 
Í vefútgáfu Spiegel er fjallað um stöðuna á Ítalíu og bent á að hún hafi ekki alltaf verið svo slæm. Svæðið við Adríahaf hafi t.d. verið þekkt fyrir sínar hvítu vörur. Nefndur er „smábærinn“ Fabriano við Adríahafið. Þar voru 30 þúsund íbúar og allt lék í lyndi við framleiðslu á ísskápum, þvottavélum, eldavélum og öðrum heimilistækjum. „Fabriano var þá  ríkt samfélag, eða eins konar Sviss Ítalíu,“ eins og borgarstjórinn Giancarlo Sagramola orðar það. „Eða þangað til evran kom.“ 
 
Bendir borgarstjórinn á að með aðstoð lírunnar hafi verið hægt að flytja út hækkandi framleiðslukostnað, en sá möguleiki hafi horfið við innleiðingu evrunnar. Afleiðingin hafi orðið gjaldþrot fyrirtækja á borð við Antonio Merloni SpA, sem var með 5.000 starfsmenn þegar best lét. Annað fyrirtæki í eigu Merloni-fjölskyldunnar flutti megnið af sinni framleiðslu úr landi og eftir voru 2.900 starfsmenn af 6.500 með vinnu í verksmiðju þess í Fabriano. Nú í júní tilkynntu stjórnendur svo um niðurskurð og fækkun starfa hjá fyrirtækinu í bænum um helming af þeim sem eftir voru. 
 
Samkvæmt seðlabanka Ítalíu er vandi ítalskra fyrirtækja fyrst og fremst mikil vaxtabyrði sem er 20% hærri en í sambærilegum fyrirtækjum í Þýskalandi. Auk þeirrra þversagnar að starfsmannakostnaður er sagður 30% hærri þrátt fyrir að laun séu 30% lægri en í Þýskalandi.  
 
Bandaríski hagfræðingurinn Allen Sinai segir Ítalíu eiga mikla möguleika. Landið geti hins vegar ekki nýtt sér þá möguleika nema að draga sig út úr evrusamstarfinu. 

6 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...