Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Mynd / Daniel Turner
Fréttir 19. júní 2018

Fýlar gleypa talsvert af plasti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR-svæðinu. 
 
OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar.
 
Ákjósanleg tegund til að vakta plastmengun í sjó
 
Fýll er talinn mjög ákjósanleg tegund til að rannsaka og vakta plastmengun í sjó. Helstu ástæður þess er að fýlar afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þeir eiga erfitt með að kafa og því afla þeir sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar. Komið hefur í ljós að fýlar gleypa talsvert af plasti og eru nokkrar ástæður taldar fyrir því. Einna helst er talið að sumt plast líkist fæðu, plast geti verið í mögum dýra sem fýllinn étur (úrgangur frá fiskibátum) og að plast í nágrenni fæðu geti borist í fýla við fæðuupptöku.
 
Fýlar sem notaðir eru í þessa vöktun eru fyrst og fremst fýlar sem finnast dauðir á ströndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa verið notaðir fýlar sem drepast við að festast í veiðarfærum fiskiskipa og -báta og er stefnt að því að nota þá aðferð hér á landi.
 
Starfsmaður Náttúrustofunnar, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, fór til Hollands í febrúar og sótti þar námskeið á vegum rannsóknastofnunarinnar Wageningen Marine Research. Umjónarmaður námskeiðsins var Jan van Franeker, sem sér um samræmingu rannsóknaraðferða við athugun á plasti í fýlum fyrir OSPAR. Við krufningu á hræjum eru ýmsir líffræðilegir þættir mældir og kyn og aldur greindur. Plastið sem finnst í mögum er flokkað eftir uppruna þess í iðnaðarplast og neysluplast og er neysluplastið svo flokkað nánar eftir gerð þess. 
 

6 myndir:

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...