Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Mynd / Daniel Turner
Fréttir 19. júní 2018

Fýlar gleypa talsvert af plasti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR-svæðinu. 
 
OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar.
 
Ákjósanleg tegund til að vakta plastmengun í sjó
 
Fýll er talinn mjög ákjósanleg tegund til að rannsaka og vakta plastmengun í sjó. Helstu ástæður þess er að fýlar afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þeir eiga erfitt með að kafa og því afla þeir sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar. Komið hefur í ljós að fýlar gleypa talsvert af plasti og eru nokkrar ástæður taldar fyrir því. Einna helst er talið að sumt plast líkist fæðu, plast geti verið í mögum dýra sem fýllinn étur (úrgangur frá fiskibátum) og að plast í nágrenni fæðu geti borist í fýla við fæðuupptöku.
 
Fýlar sem notaðir eru í þessa vöktun eru fyrst og fremst fýlar sem finnast dauðir á ströndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa verið notaðir fýlar sem drepast við að festast í veiðarfærum fiskiskipa og -báta og er stefnt að því að nota þá aðferð hér á landi.
 
Starfsmaður Náttúrustofunnar, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, fór til Hollands í febrúar og sótti þar námskeið á vegum rannsóknastofnunarinnar Wageningen Marine Research. Umjónarmaður námskeiðsins var Jan van Franeker, sem sér um samræmingu rannsóknaraðferða við athugun á plasti í fýlum fyrir OSPAR. Við krufningu á hræjum eru ýmsir líffræðilegir þættir mældir og kyn og aldur greindur. Plastið sem finnst í mögum er flokkað eftir uppruna þess í iðnaðarplast og neysluplast og er neysluplastið svo flokkað nánar eftir gerð þess. 
 

6 myndir:

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f