Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Mynd / Daniel Turner
Fréttir 19. júní 2018

Fýlar gleypa talsvert af plasti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR-svæðinu. 
 
OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar.
 
Ákjósanleg tegund til að vakta plastmengun í sjó
 
Fýll er talinn mjög ákjósanleg tegund til að rannsaka og vakta plastmengun í sjó. Helstu ástæður þess er að fýlar afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þeir eiga erfitt með að kafa og því afla þeir sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar. Komið hefur í ljós að fýlar gleypa talsvert af plasti og eru nokkrar ástæður taldar fyrir því. Einna helst er talið að sumt plast líkist fæðu, plast geti verið í mögum dýra sem fýllinn étur (úrgangur frá fiskibátum) og að plast í nágrenni fæðu geti borist í fýla við fæðuupptöku.
 
Fýlar sem notaðir eru í þessa vöktun eru fyrst og fremst fýlar sem finnast dauðir á ströndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa verið notaðir fýlar sem drepast við að festast í veiðarfærum fiskiskipa og -báta og er stefnt að því að nota þá aðferð hér á landi.
 
Starfsmaður Náttúrustofunnar, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, fór til Hollands í febrúar og sótti þar námskeið á vegum rannsóknastofnunarinnar Wageningen Marine Research. Umjónarmaður námskeiðsins var Jan van Franeker, sem sér um samræmingu rannsóknaraðferða við athugun á plasti í fýlum fyrir OSPAR. Við krufningu á hræjum eru ýmsir líffræðilegir þættir mældir og kyn og aldur greindur. Plastið sem finnst í mögum er flokkað eftir uppruna þess í iðnaðarplast og neysluplast og er neysluplastið svo flokkað nánar eftir gerð þess. 
 

6 myndir:

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...