Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Mynd / Golli
Fréttir 1. júní 2021

Fundaröð hefst í kvöld til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, hefst í kvöld.

Fyrsti fundurinn er haldinn í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri klukkan 20. Á morgun verður fundað í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, einnig klukkan 20.

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí.

Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Fundadagskráin er eftirfarandi: 

  1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
  2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
  3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (Athuga breytt staðsetning - ekki Félagsheimilið Blönduósi)
  4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
  8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (pdf)

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (hljóðbók)

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...