Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2021

Fuglaflensa komin upp í að minnsta kosti 25 Evrópusambandslöndum

Höfundur: HKr.

Fuglaflensusmit af A(8H5N8) HPAI stofni var þann 23. febrúar síðast­liðinn staðfest í 25 Evrópu­sambandslöndum. Voru þá staðfest 1.022 smit, en um bráðsmitandi tilfelli er að ræða. Að auki var þá staðfest 592 smit í alifuglum í Bretlandi og 421 smit í villtum fuglum þar í landi samkvæmt tölum Mat­væla­öryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu bönnuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin í janúar allan innflutning á fuglum og alifuglaafurðum frá Bretlandi og Hollandi. Þetta átti reyndar við alla fugla og fuglaafurðir, líka úr villtum fuglum. Þá var þegar búið að slátra tugum þúsunda alifugla í Bretlandi vegna flensunnar.

Fuglaflensa orðin útbreidd í villtum fuglum

Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis­mála­stofnun­inni (WHO), hefur fuglaflensa verið greind í villtum fuglum  vítt og breitt um Evrópu. Þar á meðal í Búlgaríu, Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu. Bretlandi og í Rússlandi. Mat­væla­­stofnunin á Íslandi hefur einmitt varað við því að fugla­flensan kunni að berast með farfuglum til landsins nú með vorinu.

Smit kom upp á varphænum

Fuglaflensusmitin sem um ræðir greindust á tímabilinu frá 8. desember 2020 til 23. febrúar 2021.   Fyrir utan smitin í löndum ESB hefur verið tilkynnt um sjö tilfelli vegna A (H5N8) HPAI-vírus í Rússlandi (High Pathogenicity Avian Influenza). Samkvæmt fregnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vöknuðu grunsemdir um flensuna í Rússlandi þegar 101.000 af 900.000 varphænum drápust skyndilega á búgarði í Rússlandi í desember 2020. Það var síðan staðfest af rannsóknastofnun Alþjóða dýraheilsustofnunarinnar (OIE) og dýraheilbrigðisstofnun Rússlands í borginni Vladimir.

Skylt efni: fuglaflensa

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...