Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2021

Fuglaflensa komin upp í að minnsta kosti 25 Evrópusambandslöndum

Höfundur: HKr.

Fuglaflensusmit af A(8H5N8) HPAI stofni var þann 23. febrúar síðast­liðinn staðfest í 25 Evrópu­sambandslöndum. Voru þá staðfest 1.022 smit, en um bráðsmitandi tilfelli er að ræða. Að auki var þá staðfest 592 smit í alifuglum í Bretlandi og 421 smit í villtum fuglum þar í landi samkvæmt tölum Mat­væla­öryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu bönnuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin í janúar allan innflutning á fuglum og alifuglaafurðum frá Bretlandi og Hollandi. Þetta átti reyndar við alla fugla og fuglaafurðir, líka úr villtum fuglum. Þá var þegar búið að slátra tugum þúsunda alifugla í Bretlandi vegna flensunnar.

Fuglaflensa orðin útbreidd í villtum fuglum

Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis­mála­stofnun­inni (WHO), hefur fuglaflensa verið greind í villtum fuglum  vítt og breitt um Evrópu. Þar á meðal í Búlgaríu, Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu. Bretlandi og í Rússlandi. Mat­væla­­stofnunin á Íslandi hefur einmitt varað við því að fugla­flensan kunni að berast með farfuglum til landsins nú með vorinu.

Smit kom upp á varphænum

Fuglaflensusmitin sem um ræðir greindust á tímabilinu frá 8. desember 2020 til 23. febrúar 2021.   Fyrir utan smitin í löndum ESB hefur verið tilkynnt um sjö tilfelli vegna A (H5N8) HPAI-vírus í Rússlandi (High Pathogenicity Avian Influenza). Samkvæmt fregnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vöknuðu grunsemdir um flensuna í Rússlandi þegar 101.000 af 900.000 varphænum drápust skyndilega á búgarði í Rússlandi í desember 2020. Það var síðan staðfest af rannsóknastofnun Alþjóða dýraheilsustofnunarinnar (OIE) og dýraheilbrigðisstofnun Rússlands í borginni Vladimir.

Skylt efni: fuglaflensa

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...