Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2021

Fuglaflensa komin upp í að minnsta kosti 25 Evrópusambandslöndum

Höfundur: HKr.

Fuglaflensusmit af A(8H5N8) HPAI stofni var þann 23. febrúar síðast­liðinn staðfest í 25 Evrópu­sambandslöndum. Voru þá staðfest 1.022 smit, en um bráðsmitandi tilfelli er að ræða. Að auki var þá staðfest 592 smit í alifuglum í Bretlandi og 421 smit í villtum fuglum þar í landi samkvæmt tölum Mat­væla­öryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu bönnuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin í janúar allan innflutning á fuglum og alifuglaafurðum frá Bretlandi og Hollandi. Þetta átti reyndar við alla fugla og fuglaafurðir, líka úr villtum fuglum. Þá var þegar búið að slátra tugum þúsunda alifugla í Bretlandi vegna flensunnar.

Fuglaflensa orðin útbreidd í villtum fuglum

Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis­mála­stofnun­inni (WHO), hefur fuglaflensa verið greind í villtum fuglum  vítt og breitt um Evrópu. Þar á meðal í Búlgaríu, Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu. Bretlandi og í Rússlandi. Mat­væla­­stofnunin á Íslandi hefur einmitt varað við því að fugla­flensan kunni að berast með farfuglum til landsins nú með vorinu.

Smit kom upp á varphænum

Fuglaflensusmitin sem um ræðir greindust á tímabilinu frá 8. desember 2020 til 23. febrúar 2021.   Fyrir utan smitin í löndum ESB hefur verið tilkynnt um sjö tilfelli vegna A (H5N8) HPAI-vírus í Rússlandi (High Pathogenicity Avian Influenza). Samkvæmt fregnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vöknuðu grunsemdir um flensuna í Rússlandi þegar 101.000 af 900.000 varphænum drápust skyndilega á búgarði í Rússlandi í desember 2020. Það var síðan staðfest af rannsóknastofnun Alþjóða dýraheilsustofnunarinnar (OIE) og dýraheilbrigðisstofnun Rússlands í borginni Vladimir.

Skylt efni: fuglaflensa

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...