Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Fuglaflensuvírus hefur m.a. fundist í álftum í Evrópu.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. apríl 2021

Fuglaflensa komin upp í að minnsta kosti 25 Evrópusambandslöndum

Höfundur: HKr.

Fuglaflensusmit af A(8H5N8) HPAI stofni var þann 23. febrúar síðast­liðinn staðfest í 25 Evrópu­sambandslöndum. Voru þá staðfest 1.022 smit, en um bráðsmitandi tilfelli er að ræða. Að auki var þá staðfest 592 smit í alifuglum í Bretlandi og 421 smit í villtum fuglum þar í landi samkvæmt tölum Mat­væla­öryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Vegna útbreiðslu veirunnar í Evrópu bönnuðu Sameinuðu arabísku furstadæmin í janúar allan innflutning á fuglum og alifuglaafurðum frá Bretlandi og Hollandi. Þetta átti reyndar við alla fugla og fuglaafurðir, líka úr villtum fuglum. Þá var þegar búið að slátra tugum þúsunda alifugla í Bretlandi vegna flensunnar.

Fuglaflensa orðin útbreidd í villtum fuglum

Samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðis­mála­stofnun­inni (WHO), hefur fuglaflensa verið greind í villtum fuglum  vítt og breitt um Evrópu. Þar á meðal í Búlgaríu, Tékklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Kasakstan, Hollandi, Póllandi, Rúmeníu. Bretlandi og í Rússlandi. Mat­væla­­stofnunin á Íslandi hefur einmitt varað við því að fugla­flensan kunni að berast með farfuglum til landsins nú með vorinu.

Smit kom upp á varphænum

Fuglaflensusmitin sem um ræðir greindust á tímabilinu frá 8. desember 2020 til 23. febrúar 2021.   Fyrir utan smitin í löndum ESB hefur verið tilkynnt um sjö tilfelli vegna A (H5N8) HPAI-vírus í Rússlandi (High Pathogenicity Avian Influenza). Samkvæmt fregnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) vöknuðu grunsemdir um flensuna í Rússlandi þegar 101.000 af 900.000 varphænum drápust skyndilega á búgarði í Rússlandi í desember 2020. Það var síðan staðfest af rannsóknastofnun Alþjóða dýraheilsustofnunarinnar (OIE) og dýraheilbrigðisstofnun Rússlands í borginni Vladimir.

Skylt efni: fuglaflensa

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f