Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Fuglaflensa í Washingtonríki
Fréttir 11. febrúar 2015

Fuglaflensa í Washingtonríki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2.

Undanfarið hafa þrjú skæð tilfelli fuglaflensu komið upp í Washington-ríki í Bandaríkjunum sem talið er að hafi borist þangað með farfuglum. Auk þess sem komið hafa upp minni tilfelli í Oregon og Bresku Kólumbíu. Í öllum tilfellum var um að ræða fugla sem gátu athafnað sig undir berum himni og í öllum tilfellum var fuglunum fargað.

Yfirvöld hafa hvatt bændur til að ganga þannig frá aðbúnaði lausagöngufugla að sem minnst hætta sé á að þeir komist í samband við farfugla til að draga úr hættu á auknu smiti.

Tvö alifuglabú til viðbótar í Washington voru sett í átta mánaða einangrun fyrr í þessum mánuði og bannað að selja bæði egg og kjöt eftir að smit fannst í afmörkuðum hópi fugla.
H5N2 fuglaveiran er sögð bráðsmitandi og yfirleitt drepast fuglar sem af henni smitast eftir nokkra daga og ekki er langt síðan veiran drap nokkur þúsund fugla á búi í Kanada.

Í kjölfar tilfellanna í Washington-ríki hafa yfirvöld í Kína bannað allan innflutning á fuglakjöti og eggjum og skilað sendingum sem bárust til Kína eftir 8. janúar síðastliðinn. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...