Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frumvarp til að einfalda og flýta orkuöflun
Mynd / WED
Fréttir 17. janúar 2024

Frumvarp til að einfalda og flýta orkuöflun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Frumvarp til laga um vindorku hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda og er opið til umsagnar.

Um er að ræða drög að frumvarpi til breytinga á lögum að því er varðar málefni vindorku. Markmiðið er að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku en um leið að lágmarka umhverfisáhrif, að því er fram kemur í kynningu.

Samhliða frumvarpinu er lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga að sérstakri opinberri stefnu um hagnýtingu vindorku. Frestur til að skila inn umsögnum rennur út 19. janúar.

Ábyrgð sveitarfélaga aukist

Í meginatriðum fjalla frumvarpsdrögin um að gerðar verði breytingar til að ná fastari tökum á vindorku innan rammaáætlunar. Sveitarfélög fái víðtækari heimildir en gildi um aðra virkjunarkosti við gerð skipulagsáætlana þegar um er að ræða vindorku. Einstök sveitarfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald um það hvort slík virkjun fari inn í skipulagsáætlanir þeirra.

Þá er gert ráð fyrir að fleiri svæði landsins verði útilokuð frá vindorkunýtingu en gildir um hagnýtingu vatnsorku og jarðhita. Auk svæða á A-hluta náttúruminjaskrár (friðlýstra svæða) er lagt til að vindorka verði undanskilin á svæðum á B-hluta náttúruminjaskrár, UNESCO svæðum, Ramsar-svæðum, svæðum innan marka friðlýstra menningarminja og á svæðum innan marka miðhálendislínu eins og hún er skilgreind í landsskipulagsstefnu.

Jafnframt er lagt til að ákveðnir virkjunarkostir í vindorku geti að uppfylltum skilyrðum sætt sérstakri málsmeðferð vegna markmiða um orkuskipti og kolefnishlutleysi. Slíkir virkjunarkostir lykju formlegri meðferð innan verndar- og orkunýtingaráætlunar og væri vísað til sveitarfélags og annarra stjórnvalda varðandi leyfisákvörðun.

Áfram innan rammaáætlunar

Frumvarpið og þingsályktunartillagan eru byggð á skýrslu starfshóps sem skipaður var sumarið 2022 til að skoða hvernig einfalda mætti uppbyggingu vindorkuvera.

Sjónum var m.a. beint að uppbyggingu á afmörkuðum svæðum þar sem unnt væri að tryggja afhendingaröryggi og lágmarka umhverfisáhrif.

Skilaði hópurinn stöðuskýrslu sl. vor og lokaskýrslu í desember, að undangengnum kynningarfundum á landsvísu.

Starfshópurinn lagði meðal annars til að vindorka byggðist frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð vegna mannlegra athafna. Nærsamfélög fengju endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggðist upp innan marka þeirra og tryggður yrði sérstakur ávinningur nærsamfélaga af hagnýtingu vindorku.

Vindorka yrði jafnframt áfram innan rammaáætlunar svo tryggja mætti samræmda og faglega meðferð og yfirsýn allra vindorkukosta og betri sátt um málefni vindorkunnar. Þó yrði hægt að taka ákveðna virkjanakosti út fyrir rammaáætlun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Skylt efni: vindorka

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...