Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum
Fræðsluhornið 3. febrúar 2017

Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

John Froelich er einn af fáum ef ekki eini hönnuður dráttarvéla í heiminum sem sveitarfélag er nefnt í höfuðið á. Froelich er fámennt sveitafélag í Iowa-ríki í Bandaríkjunum og þar smíðaði John Froelich fyrsta traktorinn sem gekk fyrir bensíni og steinolíu og var með gíra sem gerðu honum kleift að fara bæði aftur á bak og áfram.

Í dag er atvinnuleysi mikið í Froelich og búið að loka pósthúsinu og það litla sem sveitarfélagið getur státað af er safn til minningar um uppfinningamanninn Froelich sem fæddist árið 1849 og lést 1933. Hann var elstur af níu systkinum þýskra innflytjenda.

Frumgerðin 16 hestöfl

Að loknu námi einsetti John Froelich sér að hanna bensín- eða steinolíuknúna dráttarvél með gírkassa sem gerði henni að aka bæði aftur á bak og áfram. Þetta tókst honum árið 1892 með frumgerð af traktor sem var 16 hestöfl og með eins strokka mótor. Næsta skref var að gera samning við fyrirtæki sem framleiddi landbúnaðartæki og gera breytingar á traktornum þannig að hægt væri að tengja hann við þreskivélar og kornsíló.

Þungir og klunnalegir traktorar

Árið 1893 stofnaði Froelich fyrirtækið Waterloo Gasoline Traction Engine Company með stuðningi fjölda fjárfesta sem höfðu mikla trú á framtíð bensín- eða steinolíuknúinna dráttarvéla enda þóttu þær ótrúleg framför í samanburði við gufuknúnar dráttarvélar.

Eins og vill verða með nýjungar voru móttökurnar á dráttarvél Froelich takmarkaðar og ekki seldust nema tuttugu slíkar frá því að framleiðsla þeirra hófst 1896 þar til því var endanlega hætt 1914. Vélarnar þóttu þungar, klunnalegar og bilanatíðnin var há.

Árið 1914 setti fyrirtæki Froelich, sem auk dráttarvéla framleiddi ýmsar gerðir jarðvinnslutækja, á markað minni traktor sem kallaðist Waterloo Boy Model R.

Viðtökurnar á Waterloo Boy voru framar vonum og fyrsta árið seldust 118 slíkir traktorar.
Fyrirtækið gekk á lagið og 1915 setti það á markað nýja týpu af Waterloo Boy sem fékk heitið Model N.

Nýja týpan hafði það fram yfir Model R að vera þriggja gíra, tveir áfram og einn aftur á bak. Viðtökur í þetta sinn voru enn betri og vakti hönnunin mikla athygli. Í framhaldinu kom svo Model LA.
Alls voru framleiddar 8.000 dráttarvélar af gerðinni Waterloo Boy.

John Deere kaupir framleiðsluréttinn

Í framhaldi af velgengni Waterloo Boy dráttarvélanna keypti John Deere framleiðsluréttinn á þeim árið 1918 fyrir 2,3 milljónir bandaríkjadali sem var umtalsverð upphæð á þeim tíma.

John Deere er einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heiminum í dag. Velgengni fyrirtækisins byggir að hluta til á uppfinningu John Froelich frá Iowa, sem markaði tímamót í framleiðslu dráttarvéla. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...