Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum
Á faglegum nótum 3. febrúar 2017

Froelich – sveitarfélag nefnt í höfuðið á hönnuðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

John Froelich er einn af fáum ef ekki eini hönnuður dráttarvéla í heiminum sem sveitarfélag er nefnt í höfuðið á. Froelich er fámennt sveitafélag í Iowa-ríki í Bandaríkjunum og þar smíðaði John Froelich fyrsta traktorinn sem gekk fyrir bensíni og steinolíu og var með gíra sem gerðu honum kleift að fara bæði aftur á bak og áfram.

Í dag er atvinnuleysi mikið í Froelich og búið að loka pósthúsinu og það litla sem sveitarfélagið getur státað af er safn til minningar um uppfinningamanninn Froelich sem fæddist árið 1849 og lést 1933. Hann var elstur af níu systkinum þýskra innflytjenda.

Frumgerðin 16 hestöfl

Að loknu námi einsetti John Froelich sér að hanna bensín- eða steinolíuknúna dráttarvél með gírkassa sem gerði henni að aka bæði aftur á bak og áfram. Þetta tókst honum árið 1892 með frumgerð af traktor sem var 16 hestöfl og með eins strokka mótor. Næsta skref var að gera samning við fyrirtæki sem framleiddi landbúnaðartæki og gera breytingar á traktornum þannig að hægt væri að tengja hann við þreskivélar og kornsíló.

Þungir og klunnalegir traktorar

Árið 1893 stofnaði Froelich fyrirtækið Waterloo Gasoline Traction Engine Company með stuðningi fjölda fjárfesta sem höfðu mikla trú á framtíð bensín- eða steinolíuknúinna dráttarvéla enda þóttu þær ótrúleg framför í samanburði við gufuknúnar dráttarvélar.

Eins og vill verða með nýjungar voru móttökurnar á dráttarvél Froelich takmarkaðar og ekki seldust nema tuttugu slíkar frá því að framleiðsla þeirra hófst 1896 þar til því var endanlega hætt 1914. Vélarnar þóttu þungar, klunnalegar og bilanatíðnin var há.

Árið 1914 setti fyrirtæki Froelich, sem auk dráttarvéla framleiddi ýmsar gerðir jarðvinnslutækja, á markað minni traktor sem kallaðist Waterloo Boy Model R.

Viðtökurnar á Waterloo Boy voru framar vonum og fyrsta árið seldust 118 slíkir traktorar.
Fyrirtækið gekk á lagið og 1915 setti það á markað nýja týpu af Waterloo Boy sem fékk heitið Model N.

Nýja týpan hafði það fram yfir Model R að vera þriggja gíra, tveir áfram og einn aftur á bak. Viðtökur í þetta sinn voru enn betri og vakti hönnunin mikla athygli. Í framhaldinu kom svo Model LA.
Alls voru framleiddar 8.000 dráttarvélar af gerðinni Waterloo Boy.

John Deere kaupir framleiðsluréttinn

Í framhaldi af velgengni Waterloo Boy dráttarvélanna keypti John Deere framleiðsluréttinn á þeim árið 1918 fyrir 2,3 milljónir bandaríkjadali sem var umtalsverð upphæð á þeim tíma.

John Deere er einn stærsti dráttarvélaframleiðandi í heiminum í dag. Velgengni fyrirtækisins byggir að hluta til á uppfinningu John Froelich frá Iowa, sem markaði tímamót í framleiðslu dráttarvéla. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...