Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þar sem Skíðadalur og Svarfaðardalur mætast er Tunga. Allt frá árinu 1923 hefur rétt staðið þar og nefnist hún Tungurétt. Þangað hefur jafnan verið rekið bæði fé og hross af afréttarsvæðum í Skíðadalsbotni. Hér sést stóðið rekið niður að Tungurétt á falle
Þar sem Skíðadalur og Svarfaðardalur mætast er Tunga. Allt frá árinu 1923 hefur rétt staðið þar og nefnist hún Tungurétt. Þangað hefur jafnan verið rekið bæði fé og hross af afréttarsvæðum í Skíðadalsbotni. Hér sést stóðið rekið niður að Tungurétt á falle
Mynd / GHP
Líf&Starf 23. september 2015

Frjálsræðið mikilvægt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Hjarta hestamennskunnar slær í stóðréttum. Stóðréttir eru taldar meðal líflegustu viðburða hestamennskunnar ár hvert. Átján stóðréttir fara fram þessa daga á Norðurlandi. Eðli og þróun stóðrétta hefur þó tekið stakkaskiptum.
 
Á haustin hverfist hestamennskan um gangnalíf og réttir. Hestamenn eru margir sammála um að stóðréttir, og það sem þeim fylgir, séu einn af hápunktum ársins. Þá er hrossum, sem dvalið hafa í afréttum um nokkurra vikna skeið, smalað saman og rekin til réttar þar sem eigendur þeirra færa þau aftur heim. Átján stóðréttir fara fram í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslum, Skagafirði og Eyjafirði á næstu vikum. Eins og vera ber má búast við gleði og söng, kveðskap og rómantík.
 
Fækkun afrétta
 
Upprekstur stóðhrossa var víða aflagður á síðari hluta 20. aldar af gróðurverndarástæðum, enda getur beit valdið miklum skaða á viðkvæmu uppskerurýru landi. Í dag eru hross eingöngu rekin á afrétt á Norðurlandi, í Húnavatnssýslum og Skagafirði. 
 
Á þessum afréttum er gróður­ástand yfirleitt í góðu lagi og tekið er mið af árferði hverju sinni áður en upprekstur hrossa er leyfður á sumrin. Einnig er miðað við að fjöldi hrossa á afréttum sé innan tiltekinna marka. Á síðustu árum er heldur minni ásókn í að reka hross til afrétta en áður var og hrossum því fækkað á sumum afréttum samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Maronssyni, hjá Landgræðslu ríkisins.
 
Öldin var þó eitt sinn önnur og þá voru rekstrar í afrétt algengar víða um land. Upp úr 1980 var ákveðið að bannað skyldi að reka hross á þá afrétti þar sem gróður var að blása upp og eyðast við lítinn fögnuð hestamanna sem mótmæltu ákvörðuninni með tillögum landsþings LH árið 1983 og 1984. Allt kom fyrir ekki. Á Suðurlandi var stóð síðast rekið kringum árið 1990 í Hvítárnes í Biskupstungnaafrétti en á Vesturlandi var réttað í Oddstaðarétt í Lundarreykjadal til aldamóta.
 
Ákjósanlegt þroskaumhverfi
 
Afréttardvöl er talin ákjósanlegasta uppeldis- og þroskaumhverfi fyrir íslensk hross. Dvöl þeirra, sérstaklega unghrossa, á afrétt í víðáttu hefur verið talin stuðla að andlegum og líkamlegum þroska. Frjálsræði hestanna og samskipti þeirra á milli hefur áhrif á lundarfar þeirra, gerir hrossin kjarkaðri og sjálfstæðari. Þá er hreyfing í hrjóstrugu landi talin styrkja fætur hrossanna, gera þau fótvissari og liprari. Þetta kemur m.a. fram í viðhorfskönnun meðal hrossabænda sem Steinunn Anna Halldórsdóttir gerði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri árið 2005. Þar kemur einnig fram að bændum þykir afréttarnýting nauðsynleg og telja mikinn skaða fyrir íslensk hross og hrossrækt ef rekstur á afrétt leggst af. Nýlegri rannsóknir á eðli og áhrif beitar hrossa í afréttum hefur ekki verið gerð opinber.
 
Styrkleiki í markaðssetningu
 
En frjálsræðið er ekki eingöngu verðmætt fyrir hrossin. Uppeldi í náttúrulegu umhverfi upprunalandsins er einnig nefndur sem styrkleiki í markaðssetningu íslenskra hrossa erlendis. Það er meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefnda á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá árinu 2009 sem fjallar um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Er jafnvel talið að það sé eitt helsta markaðstromp íslensk fæddra hrossa í samkeppni við stöðugt sterkari erlenda markaði.
 
Vaxandi ferðaþjónusta
 
Stóðréttir eru ekki síst vettvangur hestamanna. Hross ganga þar kaupum og sölum. Þá eru stóðréttir ferðaþjónustunni mikilvægar enda eykst fjöldi erlendra ferðamanna stöðugt. Undanfarin ár hafa stóðréttir verið markaðssettar sem viðburður fyrir ferðamenn. 
 
Erlendir áhugamenn og eigendur íslenskra hesta sækja landið heim til að upplifa íslenska hestinn í upprunalandinu, til að upplifa menninguna og mannlífið kringum íslenska hestinn. Skipulagðar hafa verið ferðir og leiðsögn kringum stóðréttir og boðið er upp á ýmsar vörur og þjónustu tengdar viðburðinum, svo sem hestaleigu, gistingu, akstur, veitingar, dansleiki, hestasýningar, minjagripi og hross. Vinsælust er efalaust Laufskálarétt í Skagafirði þar sem fjöldi manna er oftast margfaldur á við fjölda hrossa. 

13 myndir:

Skylt efni: stóðréttir

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...