Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. ágúst 2019

Friðlýsing og búskapur getur farið vel saman

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfisstofnun, landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafa áform um að friðlýsa jarðirnar Heyskála, Hrafnabjörg og Unaós á Fljótsdalshéraði.  Ríkiseignir hafa auglýst jörðina Unaós til leigu og segir Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, að búskapur á jörð og friðlýsing fari jafnan vel saman.
 
Hildur Vésteinsdóttir.
„Friðlýsing og búskapur á jörðum getur farið mjög vel saman, það eru fjölmörg dæmi um friðlýst svæði þar sem stundaður er búskapur og hefur það farið vel saman,“ segir Hildur og nefnir m.a. dæmi um nokkrar jarðir í Andakíl sem þannig háttar um, einnig á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og eins í Svarfaðardal.  Þar sé um að ræða bújarðir í fullri nýtingu á friðlýstum svæðum.
 
Áform um friðlýsingu
 
Áformin varðandi friðlýsingu miða að því að sögn Hildar að varðveita sérkenni og einkenni landslags svæðisins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Eins er markmið að vernda vistgerðir fugla og búsvæði þeirra og einstakar náttúrumyndanir vegna fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna. 
 
Veiðiskapur engin fyrirstaða þegar kemur að friðlýsingu
 
Hildur segir að jarðirnar Unaós og Heyskálar verði leigðar saman en búskapur hafi verið stundaður á jörðunum og gert ráð fyrir að svo verði áfram finnist leigjandi að þeim. Hrafnabjörg eru í eigu einkahlutafélags og er þar ekki stundaður búskapur. Félagið hefur áform um að reisa orlofshús á landinu. Þar hefur einnig verið stundaður veiðiskapur, hreindýra- og rjúpnaveiði og segir Hildur að veiðiskapur sé engin fyrirstaða þegar að friðlýsingu kemur.
 
Frestur til að skila inn athuga­semdum rennur út 18. september næstkomandi.
 

Skylt efni: friðlýsingar

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...