Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. ágúst 2019

Friðlýsing og búskapur getur farið vel saman

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfisstofnun, landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafa áform um að friðlýsa jarðirnar Heyskála, Hrafnabjörg og Unaós á Fljótsdalshéraði.  Ríkiseignir hafa auglýst jörðina Unaós til leigu og segir Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, að búskapur á jörð og friðlýsing fari jafnan vel saman.
 
Hildur Vésteinsdóttir.
„Friðlýsing og búskapur á jörðum getur farið mjög vel saman, það eru fjölmörg dæmi um friðlýst svæði þar sem stundaður er búskapur og hefur það farið vel saman,“ segir Hildur og nefnir m.a. dæmi um nokkrar jarðir í Andakíl sem þannig háttar um, einnig á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og eins í Svarfaðardal.  Þar sé um að ræða bújarðir í fullri nýtingu á friðlýstum svæðum.
 
Áform um friðlýsingu
 
Áformin varðandi friðlýsingu miða að því að sögn Hildar að varðveita sérkenni og einkenni landslags svæðisins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Eins er markmið að vernda vistgerðir fugla og búsvæði þeirra og einstakar náttúrumyndanir vegna fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna. 
 
Veiðiskapur engin fyrirstaða þegar kemur að friðlýsingu
 
Hildur segir að jarðirnar Unaós og Heyskálar verði leigðar saman en búskapur hafi verið stundaður á jörðunum og gert ráð fyrir að svo verði áfram finnist leigjandi að þeim. Hrafnabjörg eru í eigu einkahlutafélags og er þar ekki stundaður búskapur. Félagið hefur áform um að reisa orlofshús á landinu. Þar hefur einnig verið stundaður veiðiskapur, hreindýra- og rjúpnaveiði og segir Hildur að veiðiskapur sé engin fyrirstaða þegar að friðlýsingu kemur.
 
Frestur til að skila inn athuga­semdum rennur út 18. september næstkomandi.
 

Skylt efni: friðlýsingar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...