Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Unaós á Fljótsdalshéraði.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. ágúst 2019

Friðlýsing og búskapur getur farið vel saman

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfisstofnun, landeigendur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað hafa áform um að friðlýsa jarðirnar Heyskála, Hrafnabjörg og Unaós á Fljótsdalshéraði.  Ríkiseignir hafa auglýst jörðina Unaós til leigu og segir Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, að búskapur á jörð og friðlýsing fari jafnan vel saman.
 
Hildur Vésteinsdóttir.
„Friðlýsing og búskapur á jörðum getur farið mjög vel saman, það eru fjölmörg dæmi um friðlýst svæði þar sem stundaður er búskapur og hefur það farið vel saman,“ segir Hildur og nefnir m.a. dæmi um nokkrar jarðir í Andakíl sem þannig háttar um, einnig á verndarsvæðinu við Mývatn og Laxá og eins í Svarfaðardal.  Þar sé um að ræða bújarðir í fullri nýtingu á friðlýstum svæðum.
 
Áform um friðlýsingu
 
Áformin varðandi friðlýsingu miða að því að sögn Hildar að varðveita sérkenni og einkenni landslags svæðisins, fagurfræðilegt og menningarlegt gildi þess. Eins er markmið að vernda vistgerðir fugla og búsvæði þeirra og einstakar náttúrumyndanir vegna fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna. 
 
Veiðiskapur engin fyrirstaða þegar kemur að friðlýsingu
 
Hildur segir að jarðirnar Unaós og Heyskálar verði leigðar saman en búskapur hafi verið stundaður á jörðunum og gert ráð fyrir að svo verði áfram finnist leigjandi að þeim. Hrafnabjörg eru í eigu einkahlutafélags og er þar ekki stundaður búskapur. Félagið hefur áform um að reisa orlofshús á landinu. Þar hefur einnig verið stundaður veiðiskapur, hreindýra- og rjúpnaveiði og segir Hildur að veiðiskapur sé engin fyrirstaða þegar að friðlýsingu kemur.
 
Frestur til að skila inn athuga­semdum rennur út 18. september næstkomandi.
 

Skylt efni: friðlýsingar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...