Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
„Vona að stjórnvöld hafi hugsað málið til enda“
Fréttir 28. september 2015

„Vona að stjórnvöld hafi hugsað málið til enda“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutningur á tollfrjálsu frosnu svínakjöti verður aukinn í 700 tonn á næstu fjórum árum verði nýr tollsamningur við Evrópusambandið samþykktur. Formaður Svínaræktarfélags Íslands segir svínabændur lítið geta gert til að rétta sinn hag í kjölfar samningsins án aðkomu stjórnvalda.

„Árið 2007 var gerður gagnkvæmur samningur um tollfrjálsan innflutning á 200 tonnum af frosnu svínakjöti frá löndum Evrópusambandsins og svínabændur töldu þá ljóst að þeir fengju sambærilegan útflutningskvóta á móti og gerðu kröfu til þess. Því var hafnað af landbúnaðarráðuneytinu á sínum tíma og kvótinn notaður til að flytja út lambakjöt í staðinn,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands.

Heildarinnflutningurinn nærri 2.000 tonnum

„Núna er hugmyndin að auka innflutning í 700 tonn en við höfum ekki farið fram á að fá sama kvóta á móti til að flytja út kjöt og ætlum ekki að gera það. Auk þess er gert ráð fyrir verulegri aukningu í innflutningi á unnum kjötvörum. Þannig gæti heildarmagn innflutnings svínakjöts verið um 2.000 tonn að teknu tilliti til beinahlutfalls. Á síðasta ári, 2014, voru flutt inn tæp 600 tonn af frosnu svínakjöti til landsins, þar af voru 200 samkvæmt samningi frá 2007. Einnig var flutt inn svínakjöt í unnum kjötvörum en við höfum ekki tiltækar upplýsingar um magnið.

Hljóta að vera með áætlun

„Svínabændur geta í raun gert lítið til að bæta sinn hag án aðstoðar ríkisvaldsins  verði tillagan um aukinn innflutning á svínakjöti samþykkt. Ég tel því víst að þau hafi hugsað málið til enda og vera með einhvers konar áætlun í huga, eða ég vona það að minnsta kosti.“

Keppt á ójöfnum forsendum

Samkeppnisstaða svínakjötsframleiðenda á Íslandi er engan veginn sambærileg við það sem gerist í Noregi og í löndum Evrópusambandsins að sögn Harðar. „Ef horft er til svínaræktar í Noregi þá nota stjórnvöld þar Olíusjóðinn til að tryggja byggð í landinu og sum af stærstu búunum þar eru eins og minnstu búin hér. Í löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Spáni og Póllandi eru aftur á móti mörg risastór bú þar sem hægt er að ná verðinu niður í krafti stærðarinnar. Notkun á sýklalyfjum í þessum löndum er víða látin viðgangast og sögð fyrirbyggjandi. Auk þess sem lyfjanotkunin eykur vaxtarhraða dýranna fyrirbyggja þau sjúkdóma og það lækkar kostnað.“

Hörður segir íslenska svínabændur ekki gera kröfu um að notkun sýklalyfja hér verði með sama hætti og í útflutningslöndunum þar sem þeir leggi mikla áherslu á hollustu afurðanna sem þeir framleiða. Læknar og sýklafræðingar hafa ítrekað varað við notkun þeirra og segja notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhvata í landbúnaði tengjast mesta lýðheilsuvandamáli samtímans sem er sýklalyfjaofnæmi. Hann segir aftur á móti að ákvörðun um notkun þeirra sé stjórnvalda og vilji þau auka notkun í svínarækt hér á landi til að jafna samkeppnisstöðu bænda þá hlýði þeir þeim tilmælum.

„Það sem skiptir mestu í sambandi við samkeppnisaðstöðuna er hvernig kostnaður við framleiðsluna verður til. Orkukostnaður hér á landi er í sumum tilfellum lægri en í Evrópu en á móti þurfum við að nota meira af orku vegna veðurfarsins. Vextir hér á landi eru einnig hærri en þekkist annars staðar í Evrópu og það hefur líka sitt að segja.“

Líklegt að einhverjir bregði búi

Hörður telur líklegt að einhverjir hérlendir svínabændur muni bregða búi í kjölfar aukins innflutnings. „Annað er nánast óhugsandi. Hér á landi eru nokkur stór fyrirtæki sem koma að vinnslu afurða úr svínakjöti og ég veit ekki hvernig þau koma til með að bregðast við innflutningnum. Sum þessara fyrirtækja  hafa flutt inn talsvert af svínakjöti undanfarin ár og hugsanlega auka þau einfaldlega við hann,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélagsins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...