Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Við Hjálparfoss hefur Skógræktin stöðvað rof vegna átroðnings ferðamanna með því að nýta íslenskan við og jarðefni til stíga- og pallagerðar
Mynd / Hreinn Óskarsson.
Fréttir 24. apríl 2017

Skógræktin fær 20 milljónir til fjögurra verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skógræktin fær rúmar tuttugu milljónir króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða á þessu ári til verkefna á fjórum svæðum í hennar umsjá. Hæsti styrkurinn, 15 milljónir króna, rennur til stígagerðar og viðhalds á Þórsmerkursvæðinu en einnig rennur fé til verkefna við Hjálparfoss, Laxfoss og á Kirkjubæjarklaustri.
 
Í sumar verður unnið að lokafrágangi á bílastæði við Hjálparfoss og voru veittar 1,2 milljónir króna í styrk vegna þess verkefnis. Úr sjóðnum renna einnig 2,5 milljónir króna til smíði stiga og millipalla að útsýnisstað sem nýlega var gerður við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði og verður féð nýtt til lokafrágangs þar. Til þjóðskógarins á Kirkjubæjarklaustri renna 1,5 milljónir króna til áframhaldandi viðhalds, endurbóta, uppgræðslu og afmarkana á gönguleiðum í Klausturskóginum og ofan við Systrafoss. 
 
Til uppbyggingar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu fær Skógræktin 15 milljónir króna úr sjóðnum til að vernda náttúru, bæta aðgengi og auka öryggi ferðamanna. Þórsmörk og Goðaland eru eitt mikilvægasta svæði landsins fyrir gangandi ferðamenn en gönguleiðir þar krefjast umfangsmikils viðhalds og uppbyggingar vegna brattlendis og rofgjarns jarðvegs. 

6 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...