Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skandinavísk  léttvín
Fréttir 13. júlí 2015

Skandinavísk léttvín

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhrif loftslagsbreytinganna í heiminum eru margs konar. Með hækkandi hita bendir flest til þess að vínrækt í Evrópu muni flytjast norðar í álfuna.

Bændur í Danmörku og á Skáni í Svíþjóð eru þegar farnir að prófa sig áfram með þrúgur og þar sem best gengur eru þeir farnir að framleiða rauð- og hvítvín. Nyrsta vínrækt í Evrópu telst núna vera á býli sem er skammt utan við Malmö í Svíþjóð þar sem er að finna um 20.000 vínviðarplöntur í ræktun.

Heimilisfólk á bænum segir að samkvæmt skráningum hafi mánuður bæst við ræktunartímabilið hjá þeim síðustu fjörutíu árin og það hafi gert þeim kleift að hefja vínviðarræktun fyrir fimmtán árum. Mælingar sýna að hitastig á Skáni hefur hækkað um 2° Celsíus frá þarsíðustu aldamótum.

Vínrækt er einnig talsverð í suðurhéruðum Bretlands, Kent og Sussex, þar sem er framleitt talsvert af freyðivíni.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...