Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikilvægi plöntukynbóta
Fréttaskýring 3. nóvember 2022

Mikilvægi plöntukynbóta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson.

Fyrsta skrefið verður því að vera að hefja markvissar kynbætur á því korni sem við hyggjumst rækta. Helgi fer fyrir vinnuhópi sem teikna á upp stefnu og aðgerðir svo kornrækt geti fest hér rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein.

Plöntukynbætur eru þjóðþrifamál, að sögn Hrannars Smára Hilmars- sonar, tilraunastjóra í jarðrækt hjá LbhÍ, sem einnig situr í hópnum. Allar siðaðar þjóðir stundi þær og kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur eru munaðarlausar með öllu. Bændur líta til Landbúnaðarháskólans í þessum málum og ætlast réttilega til að þær séu stundaðar í einhverjum mæli. Verkefninu, plöntukynbótum, hefur ekki verið útdeilt. Það er engin stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta lögboðna hlutverk, það er ekki á föstum fjárlögum en eftirspurnin og krafan er til staðar.“

Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta með því að fjárfesta fyrir meira en milljarð króna til að koma á fót byltingarkenndri hátæknistöð sem mun geta kynbætt plöntur á háhraða með notkun erfðamengjaúrvals. Íslandi stendur til boða að taka þátt í verkefninu og bindur Helgi vonir við að fjármagn fáist hér á landi til að taka þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna.

Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Plöntukynbætur

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...