Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikilvægi plöntukynbóta
Fréttaskýring 3. nóvember 2022

Mikilvægi plöntukynbóta

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tómt mál er um að tala að efla kornrækt hér á landi ef engar plöntukynbætur eiga sér stað, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson.

Fyrsta skrefið verður því að vera að hefja markvissar kynbætur á því korni sem við hyggjumst rækta. Helgi fer fyrir vinnuhópi sem teikna á upp stefnu og aðgerðir svo kornrækt geti fest hér rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein.

Plöntukynbætur eru þjóðþrifamál, að sögn Hrannars Smára Hilmars- sonar, tilraunastjóra í jarðrækt hjá LbhÍ, sem einnig situr í hópnum. Allar siðaðar þjóðir stundi þær og kollegar þeirra á Norðurlöndum gapi yfir þeirri staðreynd að þær séu ekki til staðar hér á landi. „Plöntukynbætur eru munaðarlausar með öllu. Bændur líta til Landbúnaðarháskólans í þessum málum og ætlast réttilega til að þær séu stundaðar í einhverjum mæli. Verkefninu, plöntukynbótum, hefur ekki verið útdeilt. Það er engin stofnun eða fyrirtæki sem hefur þetta lögboðna hlutverk, það er ekki á föstum fjárlögum en eftirspurnin og krafan er til staðar.“

Sænska ríkið hefur stigið mikilvægt skref í framþróun plöntukynbóta með því að fjárfesta fyrir meira en milljarð króna til að koma á fót byltingarkenndri hátæknistöð sem mun geta kynbætt plöntur á háhraða með notkun erfðamengjaúrvals. Íslandi stendur til boða að taka þátt í verkefninu og bindur Helgi vonir við að fjármagn fáist hér á landi til að taka þátt í samstarfi og nýta aðstöðuna.

Sjá nánar á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt | Plöntukynbætur

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...