Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Ganga megi svo langt að segja að þau haldi íslenskri skógrækt í gíslingu og góðu uppbyggingarstarfi fyrir sjálfbærni niðri. Þetta segir Hlynur G. Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá BÍ. „Ótrúlega flókið getur verið að koma skógræktarverkefnum í gegnum skipulagsferli og hreinlega letjandi fyrir margan,“ segir hann. Auðveldasta og besta lausnin sé að samþykkja að skógrækt sé landbúnaður innan skipulagslaga, á það þrýsti allur skógargeirinn.

„Ef það er markmið stjórnvalda að auka skógrækt og þar með kolefnisbindingu þá vantar upp á samræmingu milli sveitarfélaga, bæði hvað varðar skipulagsmál og hver beri kostnað af fornminjaskráningu,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni og formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Oft sé fornminjaskráningar krafist áður en framkvæmdaleyfi er veitt og sá kostnaður lendi á skógræktandanum og valdi því að fólk jafnvel hætti við að fara í skógrækt. „Á sumum stöðum hafa sveitarfélögin sjálf séð um kostnað af fornminjaskráningum þannig að þau sem vilja í skógrækt sitja ekki við sama borð og fer eftir því í hvaða sveitarfélagi þau búa hversu hár byrjunarkostnaðurinn er við að hefja skógrækt,“ segir Sigríður.

Sjá nánar á síðum 20–22 í nýju Bændablaði

Skylt efni: Skógrækt

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi

Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagaf...