Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þetta kort sem birst hefur í erlendum fjölmiðlum á að gefa hugmynd um fjárfestingar Kínverja í kolaorkuverum víða um heim.
Þetta kort sem birst hefur í erlendum fjölmiðlum á að gefa hugmynd um fjárfestingar Kínverja í kolaorkuverum víða um heim.
Fréttaskýring 25. júní 2020

Kínverjar koma að byggingu fjölda kolaorkuvera víða um heim

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar hafa verið í hraðri upp­byggingu í orkugeiranum heima ­fyrir á öllum sviðum orku­framleiðslu. Þrátt fyrir allt tal um að draga úr losun gróður­húsalofttegunda, þá eru Kínverjar enn á fullu í að byggja upp kolaorkuver, bæði í Kína, öðrum Asíuríkjum, Mið-Austurlöndum, Afríku og í Evrópu samhliða uppbyggingu í vistvænni orku.

Reyndar eru fleiri þjóðir m.a. innan Evrópusambandsins, líka að byggja ný kolaorkuver.

Fylgja fordæmi vesturlanda

Kína hefur á liðnum árum stigið ákveðin skref í að koma sér á sama stall í iðnvæðingu og helstu iðnaðarríki Vesturlanda. Þessu fylgir m.a. gríðarleg loftmengun sem mjög hefur verið gagnrýnd, en Kínverjar eru samt ekki að gera neitt annað en það sem vesturlandaþjóðirnar voru þegar búnar að gera á liðnum áratugum.

Samkvæmt frétt Global Warming Plicy Forum frá því í apríl 2019 voru Kínverjar þá að byggja eða með á teikniborðinu áætlanir um byggingu á 300 kolaorkuverum, bæði heima fyrir og í 14 löndum í Asíu, Mið-Austurlöndum, Afríku og í Evrópu.

Samkvæmt frétt Energy world hefur Kína verið leiðandi í upp­byggingu kolaorkuvera víða um lönd og einna helst í Bangladesh með byggingu á risastóru14 gíga­vatta kolaorkuveri og um 13 GW kolaorkuveri í Víetnam. Þá hafa þeir komið að mikilli uppbyggingu kolaorkuvera í  Suður-Afríku og í Pakistan.

Styrkir stöðu sína í Afríku

Hefur Kína í sínum uppbyggingar­fasa mjög verið að styrkja tengsl sín við Afríkulönd. Þar er m.a. um að ræða stuðning við uppbyggingu í það minnsta á 13 kolaorkuverum víða í álfunni og níu til viðbótar munu vera á teikniborðinu samkvæmt frétt Bloomberg 6. maí síðastliðinn og er þar vísað í Greenpeace. Miklar kolanámur eru í Afríku, en mest er þar af kolum í Suður-Afríku og síðan í Bótsvana. Fyrir utan það hafa Kínverjar samþykkt að leggja 4,2 milljarða dollara í byggingu stærsta vatnsorkuvers heims, Kariba-stíflunnar, í Simbabve.

Mikil uppbygging í kolaiðnaði á síðustu 20 árum

Þróunarbanki Kína (China Development Bank) og Export-Import Bank of China, hafa einir og sér staðið fyrir 51,8 milljarða dollara fjárfestingum í kolaiðnaði á heimsvísu síðan árið 2000 samkvæmt gögnum Bostonháskóla.

Fram kemur í fréttinni að Kínverjar brenni um helmingi allra kola sem brennt er í heiminum í dag. Þrátt fyrir gríðarlegar fjárfestingar þeirra í endurnýjanlegri orku undanfarinn áratug, þá sé ólíklegt að þeir séu að hverfa frá kolanotkun neitt í náinni framtíð.

Kínverjar hafa verið að gera sig gildandi um allan heim og styrkt þjóðir til uppbyggingar á ýmsum sviðum undir verkefni sínu Belti og braut. Þessi innviða- og fjárfestingaverkefni hafa verið samþykkt af aragrúa þjóða, þar á meðal af nærri 20 Evrópulöndum.  

Yfirborð sjávar hækkar – útlit er fyrir aukin sjávarflóð og landbrot
Fréttaskýring 6. júní 2025

Yfirborð sjávar hækkar – útlit er fyrir aukin sjávarflóð og landbrot

Yfirborð sjávar fer hækkandi og við blasir að Íslendingar þurfa að undirbúa sig ...

Horfur afar góðar í íslensku landeldi
Fréttaskýring 20. maí 2025

Horfur afar góðar í íslensku landeldi

Ef áætlanir ganga eftir hjá íslenskum fyrirtækjum í landeldi er ekki ósennilegt ...

Langvarandi áhrif ótíðarinnar koma í ljós
Fréttaskýring 1. maí 2025

Langvarandi áhrif ótíðarinnar koma í ljós

Sauðfjárbændur glíma enn við veruleg áhrif af ótíðinni á síðasta ári. Að vori va...

Lóum og spóum fækkar ógnvænlega
Fréttaskýring 16. apríl 2025

Lóum og spóum fækkar ógnvænlega

Heiðlóu og spóa fækkar ört. Ástæðan er rakin til samþættra áhrifa hér á landi, e...

Gömul saga og ný
Fréttaskýring 24. mars 2025

Gömul saga og ný

Í niðurstöðum ráðuneytisstjórahóps matvælaráðuneytisins um fjárhagsvanda landbún...

Mikil þörf á afleysingafólki
Fréttaskýring 21. mars 2025

Mikil þörf á afleysingafólki

Mikil þörf er á fleira afleysingafólki fyrir bændur. Fáir virðast hafa afleysing...

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja
Fréttaskýring 12. mars 2025

Tekist á um hvar málefni dýravelferðar eigi að liggja

Dýraverndarsamtök Íslands telja að færa eigi stjórnsýslu dýravelferðar frá Matvæ...

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega
Fréttaskýring 25. febrúar 2025

Meirihluti dýrahræja urðaður ólöglega

Dýrahræ og -leifar flokkast sem „aukaafurð dýra“ í regluverki úrgangsmála, sem e...