Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Danskar vindmyllur.
Danskar vindmyllur.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2023

Frestun skila á niðurstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Starfshópur um málefni vindorku mun skila niðurstöðum sínum og drögum að frumvarpi um nýtingu vindorku til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í áföngum.

Til stóð að starfshópurinn skilaði verkefninu af sér 1. febrúar, en samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu hefur ráðherra fallist á beiðni hans um að það verði gert í áföngum.

Starfshópurinn var skipaður síðasta sumar og er verkefni hans að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum.

Niðurstöður starfshópsins munu hafa mikið um það segja hver afdrif hinna fjölmörgu vindorkuverkefna verða sem nú eru á teikniborðinu vítt og breitt um Ísland.

Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að ætlunin væri að skila fyrst samantekt þar sem dregin yrðu fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en endanlegar tillögur að lagabreytingum verði lagðar fram í vor.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um hvenær von sé á fyrstu samantekt starfshópsins, kemur fram að gert sé ráð fyrir henni jafn fljótt og auðið er.

Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður.

Skylt efni: vindorka

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...