Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Danskar vindmyllur.
Danskar vindmyllur.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2023

Frestun skila á niðurstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Starfshópur um málefni vindorku mun skila niðurstöðum sínum og drögum að frumvarpi um nýtingu vindorku til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í áföngum.

Til stóð að starfshópurinn skilaði verkefninu af sér 1. febrúar, en samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu hefur ráðherra fallist á beiðni hans um að það verði gert í áföngum.

Starfshópurinn var skipaður síðasta sumar og er verkefni hans að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum.

Niðurstöður starfshópsins munu hafa mikið um það segja hver afdrif hinna fjölmörgu vindorkuverkefna verða sem nú eru á teikniborðinu vítt og breitt um Ísland.

Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að ætlunin væri að skila fyrst samantekt þar sem dregin yrðu fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en endanlegar tillögur að lagabreytingum verði lagðar fram í vor.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um hvenær von sé á fyrstu samantekt starfshópsins, kemur fram að gert sé ráð fyrir henni jafn fljótt og auðið er.

Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður.

Skylt efni: vindorka

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...