Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Danskar vindmyllur.
Danskar vindmyllur.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. febrúar 2023

Frestun skila á niðurstöðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Starfshópur um málefni vindorku mun skila niðurstöðum sínum og drögum að frumvarpi um nýtingu vindorku til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í áföngum.

Til stóð að starfshópurinn skilaði verkefninu af sér 1. febrúar, en samkvæmt tilkynningu úr ráðuneytinu hefur ráðherra fallist á beiðni hans um að það verði gert í áföngum.

Starfshópurinn var skipaður síðasta sumar og er verkefni hans að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum.

Niðurstöður starfshópsins munu hafa mikið um það segja hver afdrif hinna fjölmörgu vindorkuverkefna verða sem nú eru á teikniborðinu vítt og breitt um Ísland.

Í tilkynningu ráðuneytisins kom fram að ætlunin væri að skila fyrst samantekt þar sem dregin yrðu fram þau atriði sem starfshópurinn hefur verið að fjalla um og sem heppilegt kann að vera að fái opinbera umræðu, áður en endanlegar tillögur að lagabreytingum verði lagðar fram í vor.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um hvenær von sé á fyrstu samantekt starfshópsins, kemur fram að gert sé ráð fyrir henni jafn fljótt og auðið er.

Starfshópinn skipa þau Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, formaður, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og umhverfisráðherra, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrverandi alþingismaður.

Skylt efni: vindorka

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...