Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd / ghp
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. nóvember 2025.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið hafi upplýst eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að það hyggist fresta gildistöku breytingareglugerðar um merkingu búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi meiri tíma til að aðlagast kröfum um einnota merki. Frekari framlenging mun þó ekki koma til skoðunar.

Ekki skylda að örmerkja

Bændum hefur verið heimilt að nota sömu merki aftur eftir að þau væru þvegin og sótthreinsuð. Matvælastofnun tilkynnti hins vegar í maí 2023 að endurnýting eyrnamerkja í eyru búfjár yrði óheimil frá 1. júlí nk., eftir að ESA gerði athugasemd við slíka endurnýtingu í úttekt.

ESA þótti heimildin í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Íslenskum bændum er ekki skylt að örmerkja sauðfé á grundvelli EES-reglna þar sem fjöldi lifandi fjár er undir 600.000, skv. undanþáguákvæði í reglugerð ESB sem Ísland hefur innleitt. Bændum ber þó að merkja ásetningsfé með forprentuðu plötumerki í eyra og verður slíkt merki að vera einnota frá 1. nóvember 2025.

Undanþága ekki möguleg

Matvælaráðuneytið hefur fundað með Bændasamtökum Íslands þar sem farið hefur verið yfir það að ráðuneytið muni gera það sem mögulegt er innan þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með EES-samningnum til að auðvelda bændum að merkja sauðfé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru með sem minnstum tilkostnaði.

Það er meðal þess sem kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um endurnýtingu örmerkja.

Njáll Trausti spurði meðal annars hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap.

Í svari matvælaráðherra segir að ef Ísland stendur ekki við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist gæti það leitt til þess að ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...