Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Þó bændum beri að merkja ásetningsfé er þeim ekki skylt að örmerkja.
Mynd / ghp
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. nóvember 2025.

Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu kemur fram að ráðuneytið hafi upplýst eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um að það hyggist fresta gildistöku breytingareglugerðar um merkingu búfjár því ljóst þyki að bændur þurfi meiri tíma til að aðlagast kröfum um einnota merki. Frekari framlenging mun þó ekki koma til skoðunar.

Ekki skylda að örmerkja

Bændum hefur verið heimilt að nota sömu merki aftur eftir að þau væru þvegin og sótthreinsuð. Matvælastofnun tilkynnti hins vegar í maí 2023 að endurnýting eyrnamerkja í eyru búfjár yrði óheimil frá 1. júlí nk., eftir að ESA gerði athugasemd við slíka endurnýtingu í úttekt.

ESA þótti heimildin í andstöðu við EES-reglur sem gilda um auðkenningu landdýra í haldi. Íslenskum bændum er ekki skylt að örmerkja sauðfé á grundvelli EES-reglna þar sem fjöldi lifandi fjár er undir 600.000, skv. undanþáguákvæði í reglugerð ESB sem Ísland hefur innleitt. Bændum ber þó að merkja ásetningsfé með forprentuðu plötumerki í eyra og verður slíkt merki að vera einnota frá 1. nóvember 2025.

Undanþága ekki möguleg

Matvælaráðuneytið hefur fundað með Bændasamtökum Íslands þar sem farið hefur verið yfir það að ráðuneytið muni gera það sem mögulegt er innan þeirra skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist með EES-samningnum til að auðvelda bændum að merkja sauðfé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru með sem minnstum tilkostnaði.

Það er meðal þess sem kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um endurnýtingu örmerkja.

Njáll Trausti spurði meðal annars hvaða áhrif það hefði ef á Íslandi yrði áfram leyfð endurnýting örmerkja í sauðfjárbúskap.

Í svari matvælaráðherra segir að ef Ísland stendur ekki við þær skuldbindingar sem það hefur undirgengist gæti það leitt til þess að ESA opni brotamál gagnvart Íslandi.

Skylt efni: sauðfjármerkingar

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...