Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Framtíð Bændasamtaka Íslands
Lesendarýni 19. febrúar 2015

Framtíð Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Bjarni Ásgeirsson bóndi, Ásgarði Dalasýslu
Um síðustu áramót voru 20 ár liðin frá því að Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda sameinuðust. Á Búnaðarþingi sem haldið var í mars 1995 var nýja félaginu valið nafnið Bændasamtök Íslands. Meginmarkmiðin með sameiningunni voru að gera félagskerfi bænda einfaldara og skilvirkara og efla samtakamátt bænda. 
 
Starfsemi samtakanna var fjölþætt og lengst af hefur stjórn þeirra unnið að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi en á síðustu árum hefur hún fjarlægst þau. Í staðinn hafa ráðið þar sjónarmið sem ekki eru til þess fallin að efla Bændasamtök Íslands.
 
Hinn 1. janúar 2013 var leiðbeiningaþjónusta BÍ og búnaðarsambandanna sameinuð í einkahlutafélag sem heitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Sú sameining varð kostnaðarsöm en vonandi leiðir hún til öflugrar leiðbeiningaþjónustu. Leiðbeiningaþjónustan var í réttum farvegi og óþarfi að gera svo róttækar breytingar á henni. Breytingin hefur neikvæð áhrif á félagskerfið því bæði búnaðarsamböndin og BÍ hafa færri verkefni og minni starfsemi en þau höfðu.
 
Á Búnaðarþingi 2014 var samþykkt ályktun sem heimilar stjórn BÍ að stofna einkahlutafélag um rekstur og eignir Nautastöðvar BÍ. Einnig heimilaði þingið stjórn BÍ að selja eignarhlut í félaginu til aðildarfélaga samtakanna. Um framgang  ályktunarinnar má lesa í fundargerðum stjórnar BÍ og  fundargerðum stjórnar LK. Samkvæmt því sem þar kemur fram þá hefur stjórn BÍ ekki stofnað einkahlutafélag eins og ályktunin gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir það ætlar hún að selja meirihlutann af eignum og rekstri Nautastöðvarinnar til félags sem Landssamband kúabænda hefur stofnað, ef Búnaðarþing samþykkir það. 
 
Meðferð þessa máls er vandræðaleg fyrir stjórnir BÍ og LK meðal annars vegna þess að Guðný Helga Björnsdóttir á sæti bæði í stjórn BÍ og stjórn LK og er þess vegna vanhæf til að fjalla um málið.
Það má síðan öllum sem til þekkja vera ljóst að stjórn LK vill að leiðbeiningaþjónusta og kynbótastarf í nautgriparækt flytjist til Landssambands kúabænda. Í málflutningi þeirra kemur einnig fram að stefnt sé á innflutning erlends kúakyns. Það er fátt sem mælir með því að BÍ selji  eignir og rekstur Nautastöðvar BÍ til Landsambands kúabænda enda jafngildir það stuðningi við framangreind atriði.
 
Félagskerfi landbúnaðarins var til umfjöllunar á Búnaðarþingi 2014 og um það var ályktað. Markmið ályktunarinnar var að finna leiðir til að fjármagna samtök bænda og koma með tillögur að fulltrúafjölda einstakra aðildarfélaga á Búnaðarþingi. Til að vinna að framgangi málsins var skipaður vinnuhópur. Í ályktun Búnaðarþings segir að tillögur vinnuhópsins skuli kynntar bændum og aðildarfélögum BÍ fyrir lok október 2014 og lagðar fyrir Búnaðarþing 2015.
 
Tillögur vinnuhópsins voru kynntar á fundi formanna aðildarfélaga BÍ þann 25. nóvember sl. Um þær þarf ekki að hafa mörg orð því þær eru ónothæfar og til þess eins fallnar að valda togstreitu og deilum. Verði þær samþykktar gæti það orðið banabiti Bændasamtaka Íslands.
 
Ég fer fram á að tillögur vinnuhópsins verði birtar sem fyrst í Bændablaðinu svo bændur geti kynnt sér efni þeirra.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...