Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Framsóknarflokkurinn vill bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum
Fréttir 22. mars 2018

Framsóknarflokkurinn vill bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Í ljósi dóms EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og eggjum er ljóst að vegið er að íslenskum búfjárstofnum og lýðheilsu Íslendinga,“ segir í ályktun Framsóknarflokksins á nýliðnu flokksþingi.

Flokkurinn vill að bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum verði áfram tryggt í íslenskum lögum.

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins á nýloknum landsfundi segir að tryggja skuli að innflutningur hrárra landbúnaðarafurða feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir innlenda bústofna.

Samkvæmt ályktun Framsóknar­flokksins telur flokkurinn að sjálfbær þróun verði ætíð að vera leiðarstef í allri atvinnustarfsemi sem byggir á nýtingu náttúruauðlinda.

Innflutningur má ekki fela í sér sýkingarhættu

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál kvað við örlítið annan tón þar sem segir: „Tryggja skal að innflutningur hrárra landbúnaðarafurða feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir innlenda bústofna“
Þá segir að gera verði sömu kröfur til framleiðslu innfluttra búvara og gerðar eru til innlendrar framleiðslu.

Jafnframt kemur fram í ályktun Sjálfstæðismanna að tryggja þurfi heilbrigða samkeppni með landbúnaðarvörur, þá sérstaklega mjólkurvörur, með það að markmiði að auka vöruúrval og bæta hag neytenda. 

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.