Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Fréttir 15. desember 2017

Framlög til landbúnaðar eins og gert er ráð fyrir í búvörusamningunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að framlög til landbúnaðarins í fjárlögum byggist að uppistöðunni til á búvörusamningum. Framlag úr ríkissjóði til landbúnaðarins er rúmir 16 milljarðar, eða 1,9% af heildarútgjöldum.

„Það er því ekkert sem kemur á óvart hvað viðkemur landbúnaðinum í fjárlagafrumvarpinu. Í búvörusamningnum eru ákvæði um að framlög til landbúnaðarins fylgi almennu verðagi og skýrt hvernig slíkt er framkvæmt.

Að öðru leyti er bætt aðeins við framlög til landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum sem er jákvætt.

Eitt sem er gagnrýnivert er að í fjárlögunum eru skorin niður framlög til til matvælarannsókna hjá Matís. Slíkt getur bitnað á rannsóknum Matís og þar með matvælaöryggi í landinu, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli.

Að mínu viti er slíkt ekki skynsamlegt, ekki síst ef við erum að fá yfir okkur mikið magn af ófrosnu innfluttu kjöti.“

Í stjórnarsáttmálanum er talað um aðgerðir til að koma á móts við vanda sauðfjárbænda.

Sigurður segir rétt að í stjórnarsáttmálanum sé talað um slíkt en ekkert minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu. „Ég geri því ráð fyrir að það muni verða í fjáraukalögum fyrir 2017 sem ekki er enn búið að birta.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...