Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Höfundur: Þröstur Helgason

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er 4% aukning frá árinu 2023. Áætlað er að 66% framleiðsluvirðisins teljist til búfjárræktar en 25% til nytjaplönturæktar. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við aðfanganotkun verði 61 milljarður króna árið 2024 sem er tæplega 3% aukning frá fyrra ári, segir í frétt Hagstofunnar. Aðfanganotkun er stærsti útgjaldaliðurinn, 65% af heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins, sem er svipað og það var á fyrra ári. Rétt er að benda á að mat á aðfanganotkun er háð nokkurri óvissu og þar með verður mat á hlutdeild annarra útgjaldaliða einnig óvisst.

Áætlunin byggir á lokaúttekt fyrir árið 2023 og svo fyrirliggjandi upplýsingum um magn- og verðbreytingar á landbúnaðarvörum árið 2024.

Framleiðsluvirði 90 milljarðar árið 2023

Árið 2023 var heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins metið 90 milljarðar króna, segir í fréttinni. Virði afurða búfjárræktar, þ.e. framleiðsla dýra og dýraafurða, vegur þar langþyngst, eða um 65%, en virði afurða nytjaplönturæktar vegur um 27%. Tekjur af landbúnaðarþjónustu eru innan við 1% af heildarframleiðsluvirðinu og tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi eru tæp 8%.

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um rúm 9% frá fyrra ári. Aukninguna má rekja til hærra afurðaverðs. Heildaraðfanganotkun árið 2023 nam 59 milljörðum króna sem er tæp 10% aukning frá fyrra ári. Aðfanganotkun er stærsti útgjaldaliðurinn og vegur rúm 66% af framleiðsluvirðinu.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...