Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Höfundur: Þröstur Helgason

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er 4% aukning frá árinu 2023. Áætlað er að 66% framleiðsluvirðisins teljist til búfjárræktar en 25% til nytjaplönturæktar. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við aðfanganotkun verði 61 milljarður króna árið 2024 sem er tæplega 3% aukning frá fyrra ári, segir í frétt Hagstofunnar. Aðfanganotkun er stærsti útgjaldaliðurinn, 65% af heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins, sem er svipað og það var á fyrra ári. Rétt er að benda á að mat á aðfanganotkun er háð nokkurri óvissu og þar með verður mat á hlutdeild annarra útgjaldaliða einnig óvisst.

Áætlunin byggir á lokaúttekt fyrir árið 2023 og svo fyrirliggjandi upplýsingum um magn- og verðbreytingar á landbúnaðarvörum árið 2024.

Framleiðsluvirði 90 milljarðar árið 2023

Árið 2023 var heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins metið 90 milljarðar króna, segir í fréttinni. Virði afurða búfjárræktar, þ.e. framleiðsla dýra og dýraafurða, vegur þar langþyngst, eða um 65%, en virði afurða nytjaplönturæktar vegur um 27%. Tekjur af landbúnaðarþjónustu eru innan við 1% af heildarframleiðsluvirðinu og tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi eru tæp 8%.

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um rúm 9% frá fyrra ári. Aukninguna má rekja til hærra afurðaverðs. Heildaraðfanganotkun árið 2023 nam 59 milljörðum króna sem er tæp 10% aukning frá fyrra ári. Aðfanganotkun er stærsti útgjaldaliðurinn og vegur rúm 66% af framleiðsluvirðinu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f