Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Spennandi möguleikar geta skapast með aukinni repjurækt hér á landi þar sem repjan nýtist í fiskafóður á móti lýsi og að hluta á móti fiskimjöli. Öll framleiðsla Laxár fer á innanlandsmarkað.
Spennandi möguleikar geta skapast með aukinni repjurækt hér á landi þar sem repjan nýtist í fiskafóður á móti lýsi og að hluta á móti fiskimjöli. Öll framleiðsla Laxár fer á innanlandsmarkað.
Mynd / Laxá
Fréttir 14. ágúst 2018

Framleiðslan hefur aukist úr fimm þúsund tonnum í tíu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við eigum von á að landeldi á Íslandi muni vaxa á næstu árum og sjáum fram á að fullnýta afkastagetu verksmiðjunnar, sem er um 20 þúsund tonn á næstu 5 til 10 árum,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár, sem staðsett er við Krossanes á Akureyri. 
 
Undanfarin ár hefur verksmiðjan framleitt um 10 þúsund tonn af fiskafóðri, en áhersla er lögð á fóður fyrir bleikju, lax, Sole flatfisk og seiðaeldi sem alið er í landeldisstöðvum, auk þess sem í verksmiðjunni er framleitt fiskafóður fyrir regnbogasilung í sjóeldi. Öll framleiðslan fer á innanlandsmarkað og lögð er rík áhersla á gæði vörunnar.
 
Jákvæð áhrif á byggðalögin
 
Gunnar Örn segir að mikil umskipti hafi orðið á liðnum áratug, en fyrir 10 árum var framleiðsla verksmiðjunnar helmingi minni en nú hin síðari ár, um 5 þúsund tonn. „Það hefur mikil uppbygging átt sér stað í fiskeldinu, einkum á svæðum þar sem tækifæri til annarrar atvinnuuppbyggingar eru af skornum skammti. Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðalögin, þar er nú kraftmikið atvinnulíf eins og á suðurfjörðum Vestfjarða og á sunnanverðum Austfjörðum þar sem mikil umskipti hafa orðið. Þessi vöxtur gerir svo að verkum að meira er um að vera hjá okkur,“ segir Gunnar Örn, en alls starfa 9 manns hjá Laxá og nam velta félagsins tæpum 2 milljörðum króna. Starfsemi er í gangi í verksmiðjunni í 12 tíma yfir veturinn en þegar framleiðslan er mest síðsumars og fram á haust er hún keyrð á tveimur 8 tíma vöktum á sólarhring. Síldarvinnslan í Neskaupstað á stærstan hluta í Laxá, eða 67%, Akureyrarbær 21% og Tækifæri og fleiri aðilar eiga 12%.
 
Sjáum hver þróunin í greininni verður
 
„Reksturinn hefur gengið vel undanfarin ár og helst þar í hendur við hraða uppbyggingu í fiskeldi hér á landi. Við framleiðum helmingi meira magn núna en við gerðum fyrir 10 árum og sjáum fram á að á næsta áratug munum við fullnýta alla okkar framleiðslugetu, fara upp í um 20 þúsund tonn á ári,“ segir Gunnar Örn. Verkmiðjan sé vissulega komin til ára sinna, en tæki og búnaður góð og standi fyrir sínu. Engin áform séu á þessu stigi um fjárfrekar framkvæmdir við að reisa nýja verksmiðju, staðan er sú að með núverandi tækjabúnaði verksmiðjunnar er einungis hægt að framleiða fiskeldisfóður fyrir landeldið, ekki hið fituríka fóður sem þarf fyrir laxeldi í sjókvíum. Til að framleiða fituríkt fóður fyrir laxeldi í sjó þyrfi að ráðast í 400 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni. Gunnar segir að laus afkastageta hennar yrði lengi að greiða þá fjárfestingu niður.
 
 „Við stöndum á hliðarlínunni ef svo má segja, ætlum að sjá hverju fram vindur, hver þróunin verður og að meiri stöðugleiki skapist í atvinnugreininni áður en við tökum ákvörðun um miklar fjárfestingar í nýrri verksmiðju,“ segir hann.
 
Aukin repjuræktun spennandi möguleiki
 
Öll framleiðsla Laxár fer á innanlandsmarkaði, í samkeppni við Fóðurblönduna sem framleiðir um 2 þúsund tonn og innflutt fiskafóður sem er um 18 þúsund tonn. „Hjá okkur er rík áhersla lögð á gæðin, við nýtum einungis gæðahráefni í okkar fóður sem eru náttúruleg og án erfðabreytinga.  Yfir helmingur af hráefninu er innlent fiskimjöl og lýsi, en í okkar framleiðslu er mun hærra hlutfall af bæði fiskimjöli og lýsi en í innfluttu fóðri. Með því að nýta innlent hráefni er kolefnissporið einnig minna. Við sjáum mjög spennandi möguleika vera að skapast með aukinni repjuræktun hér á landi sem vel nýtist í fiskafóður á móti lýsi og að hluta á móti fiskimjöli, þannig að það er margt áhugavert að gerast í þessum geira atvinnulífsins,“ segir Gunnar Örn. 
 

4 myndir:

Skylt efni: Fiskeldi | fiskeldisfóður

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Helsingjar valda usla
18. september 2024

Helsingjar valda usla