Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Framleiðsla undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“ komin á fullt

Höfundur: smh

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar kynnti nýja vörulínu síðastliðið vor, þar sem hráefnið var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti og sixpensarar var þá markaðssett undir vörumerkinu  „Icelandic Tweed“. Nú er þessi fatnaður kominn í stöðuga framleiðslu og má því segja að í fyrsta skipti í tæp 50 ár sé nú stöðug framleiðsla á íslensku vaðmáli til framleiðslu á fatnaði.

Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðsludeild Kormáks & Skjaldar og umsjónarmaður  vaðmálsframleiðslunnar, segir að nú sé allt farið á fullt í framleiðslunni. „Bæði erum við að framleiða flíkur og fygihluti en einnig seljum við efni í metravís með fókus á áklæði fyrir húsgögn. Við erum einmitt með afurðirnar á sýningunni 100% Ull á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.  

Jakkafatajakkinn Geirharðsson úr íslensku vaðmáli.

Íslensk ull ofin í Austurríki

Að sögn Gunnars kemur ullin frá sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi, ullarbandið sé spunnið af Ístex en síðan þarf að senda það til Austurríkis til að vefa úr því vaðmálið. Hann segir að enn vanti tæki og þekkingu svo allt framleiðsluferlið geti verið hér á landi, eins og tíðkaðist áður fyrr.

Ullin í íslenska vaðmálinu er í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjóru litum er hannað úrval mynstra þar sem litunum er blandað saman og mynda síðan heildstæða línu.  

Litirnir sem unnið verður með undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...