Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Framleiðsla undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“ komin á fullt

Höfundur: smh

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar kynnti nýja vörulínu síðastliðið vor, þar sem hráefnið var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti og sixpensarar var þá markaðssett undir vörumerkinu  „Icelandic Tweed“. Nú er þessi fatnaður kominn í stöðuga framleiðslu og má því segja að í fyrsta skipti í tæp 50 ár sé nú stöðug framleiðsla á íslensku vaðmáli til framleiðslu á fatnaði.

Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðsludeild Kormáks & Skjaldar og umsjónarmaður  vaðmálsframleiðslunnar, segir að nú sé allt farið á fullt í framleiðslunni. „Bæði erum við að framleiða flíkur og fygihluti en einnig seljum við efni í metravís með fókus á áklæði fyrir húsgögn. Við erum einmitt með afurðirnar á sýningunni 100% Ull á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.  

Jakkafatajakkinn Geirharðsson úr íslensku vaðmáli.

Íslensk ull ofin í Austurríki

Að sögn Gunnars kemur ullin frá sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi, ullarbandið sé spunnið af Ístex en síðan þarf að senda það til Austurríkis til að vefa úr því vaðmálið. Hann segir að enn vanti tæki og þekkingu svo allt framleiðsluferlið geti verið hér á landi, eins og tíðkaðist áður fyrr.

Ullin í íslenska vaðmálinu er í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjóru litum er hannað úrval mynstra þar sem litunum er blandað saman og mynda síðan heildstæða línu.  

Litirnir sem unnið verður með undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...