Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu á náttúrulegum plöntuvarnarefnum úr örþörungum.

Um samstarfsverkefni er að ræða við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol. Hafa fyrirtækin fengið þróunarstyrk sem nemur 100 milljónum íslenskra króna úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins.

Plöntuvarnarefni er samheiti á ýmsum tegundum efna sem eiga að verja plöntur fyrir óværu eins og til dæmis skordýrum og sveppum.

Tryggvi Stefánsson, aðstoðar­forstjóri Algalífs, segir að hin náttúru­legu varnarefni sem séu í þróun verði notuð til að verja matjurtir, til að mynda vínvið og korntegundir eins og bygg og hveiti. Fyrst og fremst væri vörnin gegn sveppategundum og kæmi því í stað hefðbundins sveppaeiturs. Markmiðið sé að klára skráningar og tilraunir og koma vörum á markað á árunum frá 2025 til 2026.

Stór alþjóðlegur markaður er með plöntuvarnarefni og í tilkynningu Algalíf segir að áætlað sé að hann velti nálægt eitt þúsund milljörðum íslenskra króna – og markaðurinn fari ört stækkandi þannig að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þessara efna sé kemískur en mikil eftirspurn sé eftir náttúrulegum staðgönguefnum.

Þá þróun styðji Evrópusambandið og þar sé stefnt á að dregið hafi úr notkun kemískra varnarefna um helming fyrir árið 2030.

Algalíf er meðal helstu framleiðenda örþörunga í heiminum og stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótarefninu astaxanthín sem unnið eru úr örþörungum. ImmunRise Biocontrol sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað eru fyrstu afurðir þess.

Skylt efni: Plöntuvarnarefni | Algalíf

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...