Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar
Fréttaskýring 8. júní 2018

Framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í mars 2018 stóð yfir kynningarherferð um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru 2015. Markmiðin boði framfarir á öllum helstu sviðum samfélagsins á heimsvísu og því miðar herferðin að því að greina frá nokkrum góðum fréttum úr framtíðinni, gangi markmiðin eftir.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Með henni er einnig leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Ljóst er að útrýming fátæktar í öllum sínum myndum og umfangi, að með talinni sárafátækt, er stærsta verkefnið á heimsvísu og ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.

Öllum til hagsbóta
Öll lönd og allir haghafar munu, í gegnum samstarfsverkefni, hrinda þessari áætlun í framkvæmd. Við ásetjum okkur að losa mannkynið undan ánauð fátæktar og að græða jörðina og auka öryggi hennar.

Við einsetjum okkur að stíga afgerandi skref til breytinga sem nauðsynleg eru í því skyni að koma veröldinni á braut sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar.

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærrar þróunar eru 17 og undirmarkmiðin 169 undirmarkmið.
Með markmiðunum er leitast við að byggja á þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ljúka því sem ekki náðist með þeim. Með markmiðum er leitast við að tryggja öllum mannréttindi og ná fram kynjajafnrétti og efla vald kvenna og stúlkna. Þau eru samþætt og órjúfanleg og mynda jafnvægi milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu.

Markmið og undirmarkmið þeirra munu örva aðgerðir næstu fimmtán ár á afgerandi sviðum
fyrir mannkynið og jörðina.

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærrar þróunar eru 17 og undirmarkmiðin 169 undirmarkmið.

Meginmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun

1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar.

2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.

5. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld.

6. Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu.

7. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.

8. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.

9. Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.

10. Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa.

11. Gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær.

12. Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð.

13. Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.

14. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun.

15. Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærnistjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.

16. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum.

17. Styrkja framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...