Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Evrópulerki, helmingur hryms.
Evrópulerki, helmingur hryms.
Fréttir 27. júní 2023

Fræhöll vænlegur vaxtarsproti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fræhöll í Búðardal hlaut nýlega hálfrar milljónar krónar styrk úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða, DalaAuði. Hefja á framkvæmdir næsta sumar.

„Markmið verkefnisins er að koma á fót þekkingu og aðstöðu fyrir stórframleiðslu á Hrym lerkikynblendingi í Búðardal,“ segir Franz Jezorski, forsvarsmaður verkefnisins. „Hrymur er öflugasta trjátegund sem nú er í boði fyrir íslenska skógrækt og kolefnisbindingu á Suður- og Vesturlandi. Skortur er á hrym en mikil eftirspurn og stór markaður því fyrirliggjandi.“ Vonast er til að í kjölfar deiliskipulags- og aðalskipulagsvinnu verði starfsemin byggð upp í áföngum og fyrsta gróðurhúsið reist næsta sumar.

Fræhöllinni er ætlað að framleiða fræ af hrym (Larix decidua x sukaczewii), blendingi af rússnesku og evrópsku lerki. Hrymur er afrakstur kynbótastarfs á vegum Skógræktar ríkisins sem hófst skömmu fyrir síðustu aldamót. Hrymur er beinvaxinn, með miðlungsbreiða krónu, hraðvaxta og þykir þola umhleypinga, frost og rýran jarðveg vel. Hann henti því víða og sé öflugur til kolefnisbindingar, bindi 20–25 tonn/ha/ári.

„Skógræktin er eini aðilinn á landinu sem hefur reynslu af ræktun sem þessari, og gildir það bæði fyrir fræframleiðsluna sem og fyrir græðlingaframleiðslu frá stiklingum,“ heldur Franz áfram. „Aðstandendur verkefnisins hafa verið í góðu samstarfi við Skógræktina og er ætlunin að fá starfsmenn hennar til þess að leiða þann hluta verkefnisins sem snýr að nánari þarfagreiningu fyrir aðstöðu, þekkingu og gangsetningu starfseminnar.“ Franz býst við að starfsemin verði mjög atvinnuskapandi fyrir byggðarlagið.

Ætlunin er að skipta starfseminni í Búðardal í tvennt, annars vegar fræframleiðslu og hins vegar beina framleiðslu á græðlingum út frá stiklingum, sem klipptir eru af ungum plöntum. „Kosturinn við þessa nálgun er annars vegar að dreifa áhættunni með tveimur framleiðslulínum, og hins vegar að flýta plöntuframleiðslunni, þar sem með réttri aðstöðu væri hægt að hefja framleiðslu á hrym-plöntum fyrir gróðursetningu mun fyrr en frá fræi, eða um leið og gróðurhúsið tekur til starfa,“ segir Franz.

Skylt efni: Fræhöll

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...