Að meðaltali segist ríflega fimmtungur bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá næstu slökkvistöð. Hlutfallið er hærra í einstökum landshlutum en Austurland sker sig algerlega úr að þessu leyti. Þar segjast 43 prósent bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá slökkvistöð og önnur 14 prósent í 21-30 kílómetra fjarlægð. Þessi mynd er frá Norðurfirði á Ströndum, en þaðan eru 104 km til Hólmavíkur.
Að meðaltali segist ríflega fimmtungur bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá næstu slökkvistöð. Hlutfallið er hærra í einstökum landshlutum en Austurland sker sig algerlega úr að þessu leyti. Þar segjast 43 prósent bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá slökkvistöð og önnur 14 prósent í 21-30 kílómetra fjarlægð. Þessi mynd er frá Norðurfirði á Ströndum, en þaðan eru 104 km til Hólmavíkur.
Mynd / HKr.
Fræðsluhornið 21. október 2020

Skortur á slökkvivatni til sveita og löng bið eftir slökkviliði

Nær þriðjungur bænda, eða rúmlega 30 prósent, telja að ekki sé nægur og greiður aðgangur að slökkvivatni í nálægð við útihús, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að stór hluti bænda býr í talsverðri fjarlægð frá næstu slökkvistöð og getur því liðið talsverður tími frá því slökkviliði berst útkall uns slökkvistarf getur hafist. 

Að meðaltali segist ríflega fimmtungur bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá næstu slökkvistöð. Hlutfallið er hærra í einstökum landshlutum en Austurland sker sig algerlega úr að þessu leyti. Þar segjast 43 prósent bænda búa í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá slökkvistöð og önnur 14 prósent í 21-30 kílómetra fjarlægð. Það er því ljóst að viðbragðsgeta bænda sjálfra getur ráðið miklu um afleiðingarnar ef eldur kemur upp. Til samanburðar búa aðeins 11 prósent bænda á Suðurlandi í meira en 30 kílómetra fjarlægð frá slökkvistöð. 

Slæmt ástand eldvarna

Gallup gerði könnunina í apríl síðastliðnum. Úrtakið var 1.522 manns af meðlimaskrá Bændasamtakanna. Þátttökuhlutfall var mjög gott eða 45,7 prósent og bárust 696 svör.

Eins og fram kom í síðasta tölublaði Bændablaðsins eru talsverðar brotalamir á eldvörnum í úti- og gripahúsum bænda hér á landi samkvæmt könnun Gallup fyrir Eldvarnabandalagið. Ljóst er að ástand viðvörunarbúnaðar, brunahólfunar og slökkvibúnaðar er slæmt hjá mörgum. Þannig segja 62 prósent bænda að ástand viðvörunarbúnaðar sé frekar slæmt eða mjög slæmt og þar af segja 42,6 prósent að ástandið sé mjög slæmt. Næstum því helmingur svarenda segir ástand slökkvibúnaðar frekar eða mjög slæmt. Þá kemur í ljós að aðeins 27,3 prósent hafa gert rýmingaráætlun fyrir gripahús. 

Löng bið eftir slökkviliði

Pétur Pétursson.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og formaður Félags slökkviliðsstjóra, segir að um það bil 20 mínútur geti liðið frá því slökkvilið fær boð um útkall uns slökkvistarf á vettvangi geti hafist ef aka þarf 20 kílómetra leið á vettvang og nærri 30 mínútur ef fara þarf 30 kílómetra. Er hér miðað við bestu akstursaðstæður. Því sé afar mikilvægt að bændur hafi búnað og aðgang að slökkvivatni til að tryggja fyrstu viðbrögð á vettvangi áður en aðstoð berst.

„Bændur geta heft útbreiðslu elds á byrjunarstigi og bjargað verðmætum ef þeir hafa tiltækan búnað, slökkvitæki og brunaslöngur. Það er einnig að sjálfsögðu mikilvægt að við höfum nægan og greiðan aðgang að vatni þegar við komum á vettvang,“ segir Pétur.

Áhyggjur af frauðplastinu

Pétur segir slökkvilið hafa sérstakar áhyggjur af slökkvistarfi í útihúsum þar sem eldfim efni eins og frauðplast eru notuð til einangrunar. Samkvæmt könnun Gallup reynist það vera tilfellið í um 40 prósent tilvika. Nái eldur að læsa sig í frauðplast breiðist hann út með ógnarhraða og eru dæmi um að slökkvistarf hafi í slíkum tilvikum verið afar erfitt og jafnvel vonlaust. 

Baldur Pálsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri, og Haraldur Geir Eðvaldsson, núverandi slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, rituðu grein um slíkan eldsvoða í Bændablaðið fyrr á árinu. Þar segir: „Slökkviliðin innan vébanda Brunavarna á Austurlandi eru fimm og fengu það hlutverk fyrir nokkrum árum að brenna íbúðarhús ásamt stóru fjósi á Fljótsdalshéraði, en fjósið var einangrað með frauðplasti í þaki. Eftir að æfingunni í íbúðarhúsinu lauk létum við eldinn ná fjósinu og skipti engum togum að um leið og eldurinn náði plastinu í þakinu hófst hraður bruni og hitamyndun svo hröð að við trúðum vart okkar eigin augum.“

Alelda á örfáum mínútum

Þá segir í grein Baldurs og Haraldar: „Um leið hófst eldrigning frá plastinu sem eins og myndaði eldvegg þvert yfir húsið og fór eldveggurinn hratt eftir endilöngu húsinu og kveikti í öllu sem niðri var. Það liðu aðeins 12 mínútur þar til allir gluggar voru sprungnir út og eldsúlan sem þá myndaðist upp um strompinn náði alveg tveimur til þremur metrum á hæð. Eftir 20 mínútur var allt brunnið sem brunnið gat í húsinu. 

Reykur frá frauðplasti er baneitraður og mjög hættulegur mönnum og skepnum langt út fyrir brunastað. Því þarf alltaf að nota reykköfunartæki við slökkvistarf jafnt innan- sem utanhúss. Samkvæmt framanrituðu er alveg ljóst að slökkvilið koma alltaf of seint þar sem plastbruni í þökum á sér stað og engu verður bjargað.“

Notkun frauðplasts til einangrunar í útihúsum er einmitt langalgengust á Austurlandi, eða sem nemur 52 af hundraði. Sambærilegt hlutfall á Suðurlandi er 30 prósent.

Fátíðar heimsóknir eftirlitsaðila

Athygli vekur hve hátt hlutfall bænda segist aldrei hafa fengið heimsókn frá slökkviliði eða áhættuskoðun tryggingafélags. Samkvæmt könnun Gallup segist rúmlega helmingur bænda aldrei hafa fengið slíka heimsókn. Tíu prósent bænda segjast hafa fengið heimsókn slökkviliðs eða tryggingafélags á þessu ári og fyrir ári síðan en aðrir segja lengra um liðið eða alls ekki. Rúmlega fimmtungur segir að meira en fimm ár séu liðin frá síðustu heimsókn slökkviliðs eða tryggingafélags og sem fyrr segir hefur rúmlega helmingur aldrei fengið þessa aðila í heimsókn.

Loks var spurt hversu vel eða illa bændur hefðu kynnt sér rit Bændasamtakanna, Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði. Ritið var gefið út 2016 í tengslum við verkefnið Búum vel – öryggi – heilsa- umhverfi og var dreift til allra lögbýla í landinu. Í ljós kom að fjórðungur bænda hafði kynnt sér ritið vel, 38,6 prósent svöruðu hvorki né og 36,4 prósent kváðust hafa kynnt sér það illa eða alls ekki.

Eldvarnabandalagið er sam­starfs­vettvangur um auknar eldvarnir. Aðild að því eiga: 

Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf. www.eldvarnabandalagid.is

Samtök smáframleiðenda matvæla eru ársgömul
Fræðsluhornið 4. desember 2020

Samtök smáframleiðenda matvæla eru ársgömul

Þann 5. nóvember síðastliðinn urðu Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) eins ár...

Kínverskur rafknúinn Maxus sendibíll með allt að 340 kílómetra drægni
Fræðsluhornið 1. desember 2020

Kínverskur rafknúinn Maxus sendibíll með allt að 340 kílómetra drægni

Það sem af er ári hefur sala á rafknúnum bílum slegið met og þá aðallega í sölu ...

Hrútaskráin 2020
Fræðsluhornið 1. desember 2020

Hrútaskráin 2020

Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi út í lok þessarar viku [47. viku].  Í hefð...

Af hverju að votta kolefnisbindingu?
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Af hverju að votta kolefnisbindingu?

Ýmsar leiðir eru til að binda kolefni og jafna koltvísýringslosun frá athöfnum o...

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna

Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og...

Öflugur stuðningur við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Öflugur stuðningur við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra

Norðurland vestra er eitt stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins. Þar eins og ...

Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum

„Skógrækt á lögbýlum“, áður „Landshlutaverkefni í skógrækt“, er verkefni sem Skó...

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt
Fræðsluhornið 27. nóvember 2020

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt

Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla á sér langa hefð í Danmörku en um þessar mun...