Á Norðurlöndunum eru um 140 mismunandi búfjárkyn, svokölluð landkyn. Þessi kyn hafa í gegnum aldirnar aðlagast umhverfisaðstæðum á hverju svæði og  verið mikilvægur hluti af menningarsögu okkar og líffræðilegri fjölbreytni.
Á Norðurlöndunum eru um 140 mismunandi búfjárkyn, svokölluð landkyn. Þessi kyn hafa í gegnum aldirnar aðlagast umhverfisaðstæðum á hverju svæði og verið mikilvægur hluti af menningarsögu okkar og líffræðilegri fjölbreytni.
Fræðsluhornið 3. júní 2021

Norræn búfjárkyn búa yfir erfðafjölbreytni, hreysti og markaðstækifærum

Höfundur: Þýðing: Birna Kristín Baldursdóttir.

Eftirfarandi grein er rituð af Mervi Honkatukia, forstöðumanni húsdýradeildar NordGen. Umfjöll­unin miðast við gömul kúakyn á Norðurlöndum. Íslenska kúakynið fellur einnig í þennan flokk en er jafnframt virkt framleiðslukyn sem er ekki raunin um önnur gömul landkyn.

Á Norðurlöndunum eru um 140 mismunandi búfjárkyn, svokölluð landkyn. Þessi kyn hafa í gegnum aldirnar aðlagast umhverfisaðstæðum á hverju svæði og verið mikilvægur hluti af menningarsögu okkar og líffræðilegri fjölbreytni. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að þessi búfjárkyn búa yfir eiginleikum sem hafa góð áhrif á heilsu okkar, umhverfi og bjóða upp á nýbreytni í fæðu. Því má spyrja, af hverju eru þessi búfjárkyn í viðkvæmri stöðu eða í útrýmingarhættu? Ættu Norðurlöndin ekki að nýta betur þá eiginleika sem þessi búfjárkyn búa yfir áður en það er of seint og þau hverfa?

Nýlega birtist vísindagrein sem sýndi fram á að mjólk úr mörgum gömlum kúakynjum inniheldur fásykrur (oligosaccharides) sem eru vel til þess fallnar að nýta í fæðubótarefni sem t.d. styrkja ónæmiskerfið, hafa góð áhrif á meltinguna og draga úr líkum á offitu. Fram kom í rannsókninni að í mjólk finnskra kúa (Western Finncattle) var styrkur fásykra tvisvar sinnum hærri en í mjólk stóru framleiðslukynjanna. Eldri rannsóknir hafa einnig sýnt að mjólk frá gömlum landkynjum er meðal besta hráefnis í heiminum til ostaframleiðslu. Það er einnig þekkt að landkynin eru umhverfisvænni grasbítar samanborið við framleiðslukynin og hægt er að beita þeim á land sem ekki hentar til ræktunar. Kjöt af þessum gripum er eftirsótt af vinsælum veitingastöðum fyrir sérstök gæði. Þó að afurðir stóru framleiðslukynjanna séu mun meiri þá eru fóðurþarfir þeirra líka meiri og þau þurfa innflutt fóður í meira magni.

Þrátt fyrir þessa þekkingu og þá vitneskju að erfðabreytileiki búfjárkynja á heimsvísu hefur minnkað mikið á undanförnum áratugum hafa Norðurlöndin verið hikandi við að grípa til ráðstafana til að varðveita og nýta gömul landkyn í auknum mæli. Nokkur Norðurlandanna hafa veitt stuðning til þeirra sem halda þessi gömlu kyn og nýta þau. Það er skref í rétta átt en betur má ef duga skal og meira þarf til að viðhalda og varðveita þessi kyn til framtíðar.

Flest norræn landkyn eru ræktuð af áhugasömu fólki sem leggur mikið af mörkum til að viðhalda þeim og nýta. En ábyrgðin er hjá stjórnvöldum að gera varðveisluáætlanir og veita stuðning til búfjárkynja sem eru í útrýmingarhættu. Erfiðara er fyrir ræktendur að vinna að varðveislu ef ekki eru sett metnaðarfull markmið af stjórnvöldum til að nýta þessi gömlu kyn til framleiðslu. Höfum við efni á því að varðveita ekki þessi gömlu landkyn?

Getum við haldið áfram að treysta á áhugafólk til að bjarga þessum kynjum? Eða er komin tími til að grípa til aðgerða og finna varanlega lausn til að hægt sé að varðveita norræn landkyn sem enn er hægt að bjarga. Af hverju ekki að gera það með opinberum stuðningi við rannsóknaraðila og áhugafólk?

Góðar landsáætlanir um varðveislu erfðaauðlinda búfjár ættu að fela í sér nauðsynlegar aðgerðir um nýtingu sem undirstrika sérstöðu afurða þessara búfjárkynja. Hægt væri að læra af mjög góðu samstarfi Norðurlandanna varðandi norrænar plöntukynbætur PPP (Nordic public private partnership for plant breeding). Stofna mætti til hliðstæðs samstarfs um varðveislu erfðaauðlinda búfjár þar sem varðveisluáætlanir, niðurstöður rannsókna og markaðssetning afurða væri allt nýtt til að gera búfjárkynin sjálfbær til lengri tíma.

Auk þess er mikilvægt að stofna sameiginlegan norrænan genbanka fyrir langtíma varðveislu erfðaefnis búfjár. Genbanki er stuðningur við virka varðveislu og öryggisráðstöfun, t.d. ef sjúkdómar valda tjóni á lifandi stofnum. Við þurfum að bregðast við núna. Við þurfum metnaðarfulla áætlun til að varðveita og nýta gömlu búfjárkynin. Norræn búfjárkyn búa yfir erfðafjölbreytni, hreysti og markaðstækifærum. Eftir hverju erum við að bíða?

Tími hortensíunnar er runninn upp
Fræðsluhornið 18. júní 2021

Tími hortensíunnar er runninn upp

Sumar garðplöntur eru einfaldlega klassískar. Litir og form garðblóma heilla ræk...

Úlfar hafsins I
Fræðsluhornið 18. júní 2021

Úlfar hafsins I

Háhyrningar eru útbreiddustu spendýr jarðar og finnast í öllum heimsins höfum. H...

Vel blómstrandi tré og runnar
Fræðsluhornið 14. júní 2021

Vel blómstrandi tré og runnar

Fátt vekur meiri kátínu og gleði hjá garð­eig­endum en þessar dá­sam­legu tegund...

Salt jarðarinnar
Fræðsluhornið 11. júní 2021

Salt jarðarinnar

Salt er steinefni sem að mestu er samsett úr natríum og klóri, NaCl, og finnst v...

Árangur skjólbeltaræktunar á Vestfjörðum
Fræðsluhornið 9. júní 2021

Árangur skjólbeltaræktunar á Vestfjörðum

Skjólbelti eru tré og runnar sem nýtt eru til að draga úr vindhraða, skapa skjól...

Subaru Outback LUX 169 hestafla bensínbíll
Fræðsluhornið 9. júní 2021

Subaru Outback LUX 169 hestafla bensínbíll

Laugardaginn 8. maí frumsýndi BL nýjan Subaru Outback og að frumsýningu lokinni ...

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022
Fræðsluhornið 8. júní 2021

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossarækt­endur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folö...

Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið
Fræðsluhornið 4. júní 2021

Félagsmenn BÍ skrái veltu í gegnum Bændatorgið